Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for apríl, 2009

kosningadagur að kvöldi komin

Jæja ég hef skilað inn mínu atkvæði. En þar sem ég get ekki haft meiri áhrif en það á niðurstöðurnar ætla ég að sjá þær á morgun og er farin að sofa. Daman vaknar SNEMMA.

Hafrún Ásta

Auglýsingar

Read Full Post »

göngutúr í góða veðrinu

NOT Við Álfheiður Amý löbbuðum í ræktina í morgun og heim aftur. Það er óhætt að segja að ég hafi verið blaut inn að beini þegar við komum aftur heim. Hún hins vegar svaf vært í vagninum…

Skrapp í bíó með Sveinu minni í gær og sáum unglingamyndin 17 again. Myndin er ágætt en það sem okkur þótti fyndast var að við hækkuðum vel meðalaldrinn í salnum sennilega verið tvær af fáum sem höfðu kosningarétt í salnum.

Annars er ekkert að frétta. Hef ekki saumað mikið síðan á mánudaginn né prjónað því hægri hendin og öxlin eru að plaga mig.

Kveðja, Hafrún Ásta

Read Full Post »

Hvað haldiðið ?

Að ég hafi látið hafa mig út í …

Að sauma þessa HAED mynd. Hún er 400 x 607 spor. Sem sagt 242.800 spor … Ég er búin með svona um 100 – 120 spor. bara rúmlega 242.000 eftir. Fyrstu 6 bls. eru bara skýin efst og ljósið og ég kemst ekki í að byrja á sporðinum fyrr en á bls.8 Þetta náttúrulega bilun og allt Erlu Björk að kenna hehehe. Já og pínu Rósu Tom.

Er að velta fyrir mér hvort ég eigi að gera þessa fyrst.

er svo enn að prjóna kjólinn hennar Álfheiðar Amýjar eins og ég get. Það er eins og öxlin leyfir.

Hafrún Ásta kveður í bili.

Read Full Post »

alltaf í ræktinni

Jamm mætti í ræktina í morgun og með mér í ræktinni tóku á risa járnsmiður á hendinni á mér … einn að reyna að þyngja hjá manni og svo köngulóarkvikyndi Oj bara. En svo er það bara ræktin aftur á morgun.

Read Full Post »

já ég er hérna ennþá

Það er hins vegar spurning hvort einhver reyni ennþá að lesa þetta eða bíða eftir nýjum færslum. Ég er að prjóna kjóla á Álfheiði Amý. Er að prófa gatamunstur í fyrsta skipti og það var mun einfaldara en ég átti von á. Setti inn mynd af því sem komið er.

Síðan setti ég inn mynd af Heiðmari Mána með páskaeggið sitt og Álfheiði Amý með fyrsta páskaeggið sitt. Síðan er ein af Álfheiði Amý sem ætlar sko út og er að klæða sig til þess og eina þar sem mamma hennar klæddi hana og fór með hana út.

Ég veit það vantar mynd af Hafsteini Vilbergs með páskaeggið sitt en hann fór norður á Akureyri um páskana til ömmu Guðnýjar með Sigrúnu og Ara Jóni. Nú eru öll börnin búin að fá í magann og HafsteinnVilbergs er enn að klára það en langar mest í skólann. „Mamma en ég missi af smíði mér finnst gaman í smíði“.

Annars er fínt að frétta Álfheiður Amý fékk ekki bréf frá leikskólanum og verður því enn um sinn heima með mömmu sinni. Ég er enn að föndra kort og þau eru enn til sölu ég fer að byrja á stúdentskortunum. Á enn til fermingarkort.

Barnalandssíðan er niðri því ég hef ekki borgað af henni held ég setji bara myndir af krökkunum á einhverja síðu fljótlega svo þið getið skoðað þær þar og linka á það hérna.Notaði barnaland bara fyrir myndir.

Hafrún Ásta kveður í bili og vonandi ekki jafn lengi og síðast.

Read Full Post »