Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for janúar, 2009

söknuður

Greyin mín ég gerði mér ekki grein fyrir að þið söknuðuð mín svona mikið. Hef bara verið busy við að pína mig í ræktinni og hugsa um stóðið mitt. Ég skal reyna að bæta úr þessu enda heimavinnandi… Ekki eins og yfirmaðurinn verði fúll yfir að ég bloggi í vinnutímanum enda er ég alltaf í vinnunni.

Í gær fór ég í föndru til að kaupa efni í kjóla fyrir okkur mömmu. Svona Emami kjóla

Já og Sigrún og Álfheiður Amý voru með mér. Ég er þarna að skoða efnin og konan segir heyrðu það á að vera til svart ég ætla að athuga þarna hinu meginn. Svo kemur hún aftur og byrjar að þefa út í loftið. Svo segir hún „er þetta brunalykt?“ og heldur áfram að þefa út í loftið og fer og spyr hina konuna sem stóð þarna… Ég hvísla að Sigrúnu „ég var að prumpa“. Svo segir konan þetta er örugglega að utan … Ég ákvað að leyfa henni bara að halda það. Hafrún Ásta eldgleypir…

Annars gerist ekki margt hjá stórfjölskyldunni. Er búin að sauma eina mynd sem ég get ekki deilt með ykkur strax. Er byrjuð á nýrri að sjálfsögðu. Kíkti svo á útsölur eins og sönnum Íslending sæmir og keypti 1 par af skóm og tvennar gallabuxur.

Úpps gleymdi mér aðeins á Pet Society hrikalega ávanbindandi.

Hef ekkert að segja … daman labbar að sjálfsögðu út um allt og klifrar upp á allt eða reynir allavega.

Hafrún Ásta yfir og út …

Auglýsingar

Read Full Post »