Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for nóvember, 2008

Jæja netið komið upp aftur.

Já ég var netlaus í rúma viku. En er komin í samband við heiminn á ný. Þetta frí frá tölvunni var reyndar ótrúlega fínt í smá tíma.

Börnin mín eru eins og alltaf á fullu og nóg að gera. Jólaföndur í skólanum hans Hafsteins Vilbergs og piparkökudagur til að skreyta í leikskólanum hjá Heiðmari Mána. Skoða litla krúsídúllu … sem er 5 daga gömul.

Nóg að gera búið að skreyta … komin ljós hér og þar um íbúðina og skraut á veggina og svona. Enda strákarnir ekki að gefa eftir að þetta sé gert bráðum nei NÚNA. Svo erum við búin að skreyta pínu piparkökur.

Svo föndruðum við pínu í dag. Strákarnir eru að verða pínu „hvenær koma jólin?“ Býst við að flestir foreldrar skilji hvað ég á við. Einnig hef ég hvatt jólasveininn til að byrgja sig upp af skógjöfum og er Jóli kominn vel áleiðis með það. Verst að Jóli veit ekki alveg hvað hann á að finna í skólinn fyrir unga dömu…

Álfheiður Amý er að verða eins árs og ég trúi því varla… mér finnst hún vera nánast nýfædd. En hún labbar um allt og er hvílíkt montin með sig. Stoppar til að passa upp á jafnvægið hvílíkt krúttlegt.

Það styttist ískyggilega til jóla og ég sem á eftir að skrifa á öll jólakortin en er þó allavega búin að föndra þau. 126 talsins að vísu 60 fyrir mömmu. Þá er bara jólahreingerningin eftir. Úff get ekki sagt að ég sé spennt fyrir henni spurning um kertaljós og hita viss krydd fyrir lyktina… Hvað finnst ykkur er það nóg? Nei varla býst við að ég þrífi bara… Svo er að undirbúa afmælið fyrir skvísuna. STUÐ!!!

Jafnvægisæfing

 

Klaufabárður með sprungna vör eftir að troða sér í fótbolta með stóru strákunum

 

 

 

 

 

 

 

Og í smá dekri hjá pappa eftir það

kosy

 

Svo er maður nú komin með jólaklippinguna og svona…

 

Alltaf nóg að gera, Hafrún Ásta yfir og út.

Auglýsingar

Read Full Post »

labba labba

Já Lára það vantaði nýja færslu en ég hafði bara eitthvað lítið til að skrifa um.

Haldiði ekki að Álfheiður Amý (a.k.a. ungfrú mysingur.is) sé farin að reyna að labba út um allt)

img_0097

Er að vísu búin að föndra yfir 100 jólakort fyrir mig og mömmu. Og klára að sauma afmælisgjöfina hans Sigga sem er „Always & forever“ frá LHN.

img_0020

Jæja þá heldur baráttan áfram við Stroku-Sollu sem er hamstur og leitar í ruslaskápinn hérna. Hún er mjög klár í að strjúka og er búin að strjúka á 3 vegu. Ég held ég verði að kaupa annað búr. Ég heyrði í henni í ruslaskápnum áðan … hún nagaði utan af töflunum sem fara í uppþvottavélina. Nú ég opna ruslaskápinn og hún veltur út með fullar kinnar af einhverju. Kannski er hún að hreinsa til þarna undir innréttingunni. Nú og ég reyni að ná henni þannig að hún geti ekki bitið mig. En ég missi takið og hún þaut undir uppþvottavélina. En ég næ henni næst. sérstaklega ef hún er að narta í uppþvottavélatöflurnar … Kannski hún þurfi aðstoð við að venja sig af þeim hehe.

Bless í bili þar til ég hef meira að segja.

Read Full Post »

Styttist í heimferð

Já við mæðgur lendum heima á sunnudagsmorguninn. Við höfum að sjálfsögðu skemmt okkur rosalega vel. Og langar að vera lengur en okkur langar líka heim að sjá strákana og Sigga. Jæja vildum bara láta vita af okkur.

img_0057

Ég, Álfheiður Amý og Róbert DaShaun sem dýrkar frænku sína

img_0060

Ég og Sibba systir

img_0070

Álfheiður Amý og Róbert Donnell að skoða hvort annað …

Bætti inn nokkrum myndum úr ferðinni.

Read Full Post »

Afmælisdagurinn búinn.

Hann var bara rosalega fínn ég fór daginn áður að versla pínu handavinnudót. Og í gær fékk ég svo pening frá Sibbu systir í afmælisgjöf sem borgaði meirihlutann af því. Ótrúlega flott afmælisgjöf það. Svo sátum við systur í gær að leika okkur með stimplana og svona. Fórum svo út að borða í gærkvöldi og ég naut dagsins í botn. Sannarlega eins og afmælisdagur á að vera. Og ég er að fara í aðra handavinnubúð í dag. Og eflaust einhverjar fleiri búðir en ég er ekki að fara að gera neina stórverslun hehehe.

Kveðja frá mér og álfinum

Read Full Post »

Ég á afmæli í dag / It’s my birthday

Já árinu eldri og finnst ég enn 25 en ekki 33 ára hehe. Vildi bara senda kveðju frá Ameríku aftur.

& I won’t be crying but loving the day feeling 25 and not 33 years old.

Afmæliskveðja Hafrún Ásta

With b-day greetings Hafrún Ásta

Read Full Post »