Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for október, 2008

Í Ameríku

Jæja við mæðgur komust út til Sibbu. Álfheiður Amý svaf ekki mikið í vélinni en var bara nokkuð góð samt. Hún svaf svo klst í bílnum og sofnaði svo ekki fyrr en kl. 23 hér eða kl.2 heima … og vaknaði kl. 5 hér eða 9 heima. Vá hvað ég var þreytt í morgun … En hún sofnaði aftur um kl. 9 (hér) og svaf í tvo og hálfan tíma. Já ég lagði mig með henni. Hvílíkt næs. Fór svo í labbitúr áðan og hún sofnaði aftur og svaf í rúman hálftíma. Sjáum svo hvernig kvöldið verður. Ég veit ekki hvenær hún sættist á að fara að sofa. því í kvöld er Halloween og þar af leiðandi hellings fjör.

Hef ekkert saumað síðan ég kom út en ég kom seint í gær svo ég fæ smá séns er það ekki. hehe.

Álfurinn er hress og brosir framan í alla og fílar sig í ræmur. Hún sækir þó enn meira í m0mmu sína, ömmu og afa en það minnkar nú samt …

Hafrún Ásta og álfurinn kveðja frá Ameríku.

Auglýsingar

Read Full Post »

Amma ríka og breytingar.

Jamm við mæðgur erum að fara til Ameríku í heimsókn til Sibbu systir í 9 daga. Bara stuð!!!

Nú er heilmikið búið að breyta stofunni. Ég þarf að finna snúruna af myndavélinni til að setja inn myndir.  Reyni að gera það í kvöld. Þetta er hellings breyting.

Read Full Post »

Sláturtíð íslenskt já takk

Jamm síðustu helgi gerði ég slátur með mömmu og Rögnu vinkonu hennar. Og nammi namm hvað það er gott … Svo voru svið um daginn í matinn að ósk Hafsteins Vilbergs.

Svo sannarlega íslenskt já takk þessa dagana. Svo bara er ég að búa til jólakortin og sauma afmælisgjöf handa Sigga og svona.

Bara kát þessa dagana … enda get ég ekki annað séð en að þetta skopp í manni 5 sinnum í viku sé að byrja að sýna einhvern árangur í þoli og útliti.

Hafrún Ásta

Read Full Post »

Já hér var sko afmælispartý um helgina og svaka stuð. Haldið var upp á afmæli beggja strákana þar sem einungis er mánuður á milli þeirra. Það var æði að fjölskyldu og vini í heimsókn þótt einhverjir hefðu ekki komist og strákarnir eru ALSÆLIR með allar gjafirnar.

Ég sauma og sauma í „Always & Forever“ og ætla að íslenska það og gera það þannig að það passi Sigga betur. Held ég noti „Ég elska þig, þá, nú og alltaf“ á að vera í beinni þýðingu „Elska þig alltaf og að eilífu“. Hvort finnst ykkur flottara? Einnig er hér mynd af Summer’s Magic.

 

Summer's Magic sem er gjöf til Heiðmars Mána / a gift to Heiðmar Máni

Ó já og nýja viðbótin við fjölskylduna …. Max sem er dverghamstur (passar því vel inn í fjölskylduna) / The new addition to our family … Max is a tiny little hamster (& fits this family perfectly)

Max sem er dverghamstur (passar þvi vel inn i fjölskylduna) / Max is a tiny little hamster (& fits this family perfectly)

 This weekend we had a double birthday party for the boys since they are only a month apart. They had a BLAST & loved all the gifts. It was so much fun to get our friends & family here. Even though not all could come.

I’m stitching on „Always & forever“ but I plan to translate it or just put it in Icelandic to make it more my DH. It will sound something like „I Love You, Then, now & always“ Simular right. It’s supposed to be „Loving you always and forever.“

I also added two pics take a look.

Bæ í bili/bye for now

Hafrún Ásta

Read Full Post »

VEIKINDI / SICKNESS

Já með stórum stöfum enda allir í familíunni lasnir byrjaði í nótt og börnin virðast vera að klára þetta en Heiðmar Máni byrjaði síðastur. Jamm 5 mín áður en ég lagði af stað með hann í 5 ára skoðun. Fengum nýjan tíma 1.desember. Fyrr má nú læknirinn vera upptekinn. En Álfheiður Amý fer í 10 mánaða skoðun á miðvikudaginn og þá er eins gott að þetta verði búið. Skilst að þetta taki yfirleitt um sólarhring. Ég býð eftir að þetta byrji alveg á fullu gasi hjá mér. Komst ekki í leikfimi í morgun og finnst það ekki gott. Verð að fara á laugardaginn næsta í staðinn og helst í fyrramálið.

Ég hef þó klárað myndina hans Heiðmar Mána og set inn mynd þegar ég er búin að tæma myndavélina.

Yes in capital letter since the hole family is sick & it started last night & is still going on. With 5 people & one bathroom this is not good. Hopefully this will pass quickly. I’m still waiting for the full blow for me. I couldn’t even make it to the gym. I hope I can go tomorrow. I better go on Saturday then.

I have finsihed Summer’s Magic though & will put a picture of it when I’ve emptied the camera.

hætt í bili,

Well off for now,

Hafrún Ásta

Read Full Post »

Og enn held ég áfram / Still going on

Já ég mæti enn í ræktina og það 5 sinnum í viku. Komst ekki í morgun vegna þess að það var foreldrakaffi og kynning á starfi vetrarins í leikskólanum. En við Álfheiður Amý drifum okkur eftir fyrri lúrinn og hádegismatinn. Og daman er komin aftur út að lúlla. Það er ótrúlegt hvað þetta gerir mikið fyrir mann og tímarnir sem ég er að fara í á mánu-, miðviku- og föstudagsmorgnum eru æðislegir. Þeir heita morgunþrek og sú sem er með þá gerir þá svo vel það er ekki alltaf sömu gömlu leiðinlegu æfingarnar. Alltaf eitthvað nýtt og hressir og skemmtilegir tímar. En hina morgnana fer ég bara í brennslu. Hver veit nema maður bæti við laugardögum.

Still going to the gym & I’m going 5 times a week. Three mornings a week to classes that are great. & just on the threadmill the other two days. Might even add Saturdays.

One day im gonna be this fit HOPEFULLY

One day i'm gonna be this fit HOPEFULLY

Sauma sauma ég á eftir smá aftursting á myndinni hans Heiðmars Mána Summer’s Magic. Svo er það eitthvað af þessu nýja LHN munstrum… Allavega fer maður ekki að kaupa mikið nýtt eins og gengið er í dag.

On the stitching front… I still have a little backstitching left on Summer’s Magic for Heidmar Máni. Then it is on to the new stuff LHN charts. At least I’m not buying new stuff at the moment with the economy as it is now.

Jæja bless í bili. Ciao for now.

Hafrún Ásta

Read Full Post »