Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for júlí, 2008

Komnar nýjar myndir á http://latibaer.barnaland.is/album/ bara að láta ykkur vita. Hef ekki verið mjög aktíf á tölvunni undanfarið en nú kemur smá.

Er að sauma í leynisalinu bara núna en kláraði og gaf eina brúðargjöf

Einnig hef ég saumað sængurver handa Álfheiði Amý og dúkkunni hennar.

Í stíl svo fyrir dúkkuna og önnur gerð sem mamma er ekki búin að taka mynd af.

 

 

 

 

 

Svo er litla stýrið farið að skríða út um allt.

Jæja þá er ég búin að drekkja ykkur í handavinnumyndum og hvernig væri þá ein kökumynd og svo ein af börnunum.

frumraun mín í skírnarterugerð

fallegu börnin mín þrjú spariklædd.

Allar þessar myndir má sjá betur á síðunni þeirra sem linkað er á efst í póstinum.

Kveðja í bili Hafrún Ásta.

Auglýsingar

Read Full Post »

Vá það hefur margt gerst síðan ég bloggaði síðast og ég gleymi pottþétt einhverju. Ég fékk PIF gjöf frá Lindu í saumaklúbbnum þegar ég heimsótti hana á laugardaginn. Og oh boy er það flott. Ég fékk líka kvöldmat sem var mjög góður.

 

Að öðru … ég held áfram að skríða áfram á meðan það er áfram en ekki aftur á bak er ég sátt. Álfheiður Amý skriður líka áfram að vísu enn hermannaskrið, en hún fer upp á fjóra fætur og hefur nokkrum sinnum sest á rassinn sjálf. Enda fínt hún getur orðið pirr ef hún er föst á maganum. Hún er líka hætt að fá þurrmjólk drekkur nú stoðmjólk og vatn aog borðar eins og herforingi. Tennurnar eru orðnar þrjár.

Hafsteinn Vilbergs er fyrir norðan núna hjá Guðnýju ömmu sinni og fór með flugvél og þótti það mikið sport. Hann kemur svo að viku liðinni heima aftur erum búin að heyra í honum og hann er alsæll og það var gaman í flugvélinni.

Heiðmar Máni tekur framförum í að tala skýrar og er alltaf sama krúttmúsin og knúsar mömmu sína og segir „mamma þú ert sæt“ eða „mamma þú ert góð stelpa“. Hann fékk að hoppa í pollagalla og stígvélum í öllum pollum sem hann fann í gær á leið í og úr sundi já við löbbuðum í sund í rigningunni í gær og vorum  orðin holdvöt á leiðinni. hahaha en það var gaman í sundi og Álfheiður Amý steinsofnaði á leiðinni heim.

Ég er búin að fara með bumbuhópnum mínum í keilu og pool það var fjör. Svo fór ég á kaffihús með hinum mömmuhópnum og loks í bíó með Sigrúnu á Mamma Mia hún er fín mynd og maður sá ófáa dilla sér í sætunum og langa að syngja með. Sumir sungu bara með hehehe.

Hef enn ekki fundið þetta stykki á hleðslutækið svo enn eruð þið myndalaus … verðið bara að koma í heimsókn og sjá ormana mína.

Hafrún Ásta á framleið kveður í bili.

Read Full Post »