Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for júní, 2008

já ég er hérna ennþá.

Hér höfum við verið netlaus í meira en viku routerinn bilaði. En Ari Már litli bró kom og reddaði því í gær.
Karen, Óli og Hlynur stóri bróðir, innilegar hamingjuóskir með krúttköggulinn. sem fæddist í gær hlakka til að sjá hann.
Já mér hefur orðið ýmislegt úr verki í netleysinu búin að búa til tvö sængur- og koddaver handa dóttir minni og þar af annað með nafninu sínu saumuðu í „Álfheiður Amý“. Set inn myndir þegar ég finn hleðslutækið fyrir myndvélina.
Allt er á réttri leið og ég ríf mig rólega upp úr fæðingarþunglyndinu. Lyfin virka og hjálpa en viðtalsmeðferðin er ótrúlega góð og hjálpar svo miklu meira. Ráðgjafinn minn er yndisleg kona og hjálpar mér mikið.
Álfheiður Amý er búin að fara í 6 mánaða skoðun og var þar 65,5 cm og 7.075 gr sem sagt algjör skvísa.  Hún reynir og reynir að komast upp á hnéin og af stað. Ótrúleg orka í þessari dóttir minniSvo er ég að gera prufur í saumaskapnum það er á saumavél og ætla að prófa mig aðeins áfram í því … Hvernig lýst ykkur á það.

Hafrún Ásta kveður í bili.

Auglýsingar

Read Full Post »

LÖNG PÁSA – LANGT BLOGG

Já Erna ég veit að pásan hefur verið löng. En ég var á fullu og gaf mér ekki tíma í að blogga. Þeir sem þekkja mikið vel vita hvað er búið að ganga á þið hin komist eflaust einhvern tíma að því … hehehe.

Annars erum við í fjölskyldufríi á Akureyri og gistum hjá tengdó … Erum búin að fara í nokkrar heimsóknir til Lindu, Gunna og strákanna. Hefur verið æði og Linda Rós (sem vill svo skemmtilega til að á tölvuna sem ég er að nota) Eldaði veislumáltíð ofan í allt gengið og Hreinsa og Petru í ofan á lag.

Erum búin að fara í Áshól og á Grenivík og svona…

Álfheiður Amý sem er 6 mánaða í dag heillar alla með brosinu sínu og strákarnir eru eins og þeir eiga að sér að vera.

En heima … já við höfum heldur betur verið dugleg þar og búin að gerbreyta baðherberginu og jafnvel meiri breytingar í vændum. Svo höfum við tekið út gömlu grindurnar úr okkar skáp og sett nýtt þar inn. Þó vantar slárnar og því eru upphengifötin enn út um allt. Gömlu grindurnar fóru í fatahengisskápinn og hann hefur því einnig verið tekinn í gegn. Nú og svo skáparnir hjá strákunum, kommóðan hennar Álfheiðar Amýjar og herbergið hans Hafsteins. Jamm bara harka í liðinu.

Að lokum hef ég sett mér 4 nýjar lífsreglur. Þær eru;

Ég ætla að vera sú manneskja sem ég á skilið að vera.

Ég ætla að vera sú móðir sem börnin mín eiga rétt á að eiga.

Ég ætla að vera sá lífsfélagi sem maðurinn minn á skilið að lifa með.

og síðast en ekki síst.

Ég ætla héðan í frá að stjórna sjálf minni eigin hamingju.

Hafrún Ásta kveður að norðan. En hvað varð af sólinni og hitabylgjunni?

 

Read Full Post »