Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for apríl, 2008

sitt lítið af hverju.

Hverjum dettur í hug að ég muni opna póst með þessu subjecti „No girl will now resist you!“? Ég bara spyr. Síðan í síðasta bloggi þar sem ég hrósaði Álfheiði Amý fyrir að sofa vel hefur hún sofið frekar illa eða á ég að segja lítið á næturnar.

Þess utan hefur Heiðmar Máni verið með hita (á föstudaginn) og ég líka og er enn hundslöpp, hausverkur, beinverkir og stuð.

Þar af leiðandi fór ég enn og aftur ekki í ungbarnasund með Álfheiði Amý sem er jamm kvefuð. Stuð á heimilinu. Hver segir að þið þurfið að horfa á Glæfravonir eða leiðindaljós til að fá drama. HEHE

Erla Björk til lukku með daginn …

Hafrún Ásta enn með pínku flensu.

Auglýsingar

Read Full Post »

Næs

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn …

Hittumst stór hluti af fjölskyldunni hér hjá okkur í gær og grilluðum allt of mikið af mat og borðuðum saman og kjöftuðum saman og það var bara NÆS… Annars er Heiðmar Máni heima veikur því hann var með 39°C hita í gær eftir að við komum heim úr skrúðgöngunni. jamm fór í smá skrúðgöngu og álfheiður svaf vel í vagninum en vaknaði eldhress innan um allt fólkið til að vera með í partýinu. Sofnaði svo aftur á leiðinni heim.

Álfheiður Amý fór að sofa klukkan að verða 21 og sofnaði við að drekka pelann. Vaknaði svo mega pirruð um kl.23 en fór aftur að sofa og svaf til kl.6 í morgun. Veit ekki hvort ég á að þora að segja svona frá þessu hún vaknar eflaust 4 sinnum í nótt í staðinn hehe.

Hafrún ásta í stuttbuxum eða þannig.

Read Full Post »

Jamm það er sprungið fyrir 2 tönnum hjá dömunni og hún er þar af leiðandi á undan bræðrum sínum að fá tennur. Algjör pæja og verður bráðum með neðri framtennurnar tvær upp í loftið.

Já það hefur margt drifið á daga mína komst loksins í saumaklúbb í gærkvöldi og það var æði. Frábært að hitta þessar frábæru stelpur.

Svo fer nú að koma að því að ég hitti Karen við erum búnar að reyna að finna tíma í það í dálítinn tíma. Ætlum að glápa á videó saman.

Fékk ansi áhugavert símtal í fyrradag þá hringdi maður til að spyrja mig um peugoetinn afhverju við hefðum selt/skilað honum og hvernig bíll hann væri. Ég gaf bílnum bestu meðmæli þó ég græði ekkert á því. Enda er þetta góður bíll og bara árin 3 af rekstraleigunni liðin og það orðið aðeins og dýrt fyrir okkur. En ég er mjög sátt við nýja bílinn þá ég sakni hins pínu því það er miklu minna veghljóð í honum … eiginlega ekkert.

Er búin að sauma meira í jóladúkinn og sauma smá aðra mynd og ætla að prófa að búa til pinkeep úr henni.

Allavega allir hressir og kátir hér… heyrumst/skjáumst fljótt aftur…

Hafrún Ásta kveður í bili.

Read Full Post »

fyrsta PIF gjöfin

Jæja þá er fyrsta PIF gjöfin komin til sín eiganda. Og þá er bara að vinna í næstu en ég er svo sem að vinna í tveimur eins og er.

Sú fyrsta fór til Lindu vinkonu minnar á Akureyri.

framhlið og bakhlið.

Svo er ég dugleg í jóladúknum en hef ekki tekið nýja mynd geri það fljótlega.

Álfheiður Amý er farin að fá graut og hefur nú tvisvar fengið smá eftir hádegispelann. Henni finnst hann bara fínn pínu skrýtið en samt gott. Jamm litli fjörkálfurinn minn er orðinn 4 mánaða og spræk sem áður. Hún er þó kvefuð og sefur ekki nógu vel þess vegna …

Fór á fimmtudaginn heim til Gyðu og sótti Ester á leiðinni við borðuðum svo geggjaðan mat hjá Gyðu og kjöftuðum frá okkur allt vit. Var geggjað að hitta stelpurnar og rifja upp gamla tíma. Gleymdi að taka myndir svo þetta er linkur á gamla mynd frá 2004 þegar við hittumst síðast allar 3

Annars gengur lífið sinn vanagang hér í Grafarvoginum og vonandi hjá ykkur öllum líka.

Hafrún Ásta 

 

Read Full Post »

handavinna loksins

Svona af því að þetta er nú líka handavinnublogg og ég set eiginlega aldrei inn handavinnu hér…

Þá er þetta það sem ég er búin með af jóladúknum mínum

Það svo gaman að sauma hann.

Svo var ég að klára PIF gjöf númer 1 en vil ekki setja mynd af henni strax því viðtakandinn hefur ekki fengið hana. Nema þið sem skráðuð ykkur sé sama þó ég setji inn mynd áður en þið fáið þær.

Hafrún Ásta handavinnari … sem er að jafna sig hægt og rólega eftir að hafa verið hengd upp.

Sko Erla Björk ég setti inn handavinnublogg og læt svo fylgja með mynd af litlu heimasætunni á velta sér.

Read Full Post »

friðurinn úti

Hehe og afhverju er það svo … Álfheiður Amý snéri sér sjálf yfir af bakinu á magann. Nú og svona til að toppa það aftur til baka. Áður en ég veit af verður hún farin að sitja sjálf, skríða, standa upp og verða handóð … Jamm!!!

Bræður hennar voru snöggir til og hún greinilega líka…

Hafrún Ásta kveður úr bólinu og afslöppuninni.

P.S. er hann bilaður puttinn þinn. Heiðmar Máni vildi taka í puttann á pabba sínum eins og Álfheiður Amý og spurði svo „Er hann bilaður puttinn þinn pabbi.“ Útskýring pabbi hans prumpaði ekki … Siggi segir stundum við hann taktu í puttann þegar hann þarf að prumpa og Heiðmar Máni heyrði ekki neitt prump hehehe.

Hafrún Ásta kveður aftur. nú klukkan 19:56

Read Full Post »

komin heim …

Og aðgerðin búin kom heim upp úr hádegi. Japla á sýklalyfjum og verkjatöflum. Þurfti að tilkynna klósettferðirnar og fara í ómskoðun til að sjá hvort blaðran tæmdist nóg … Þar til mér tókst að tæma hana. Saumaði sæmilega upp á spítala en það er gott að koma heim. Nú á ég að taka það rólega og má ekki beygja mig og taka upp stelpuna og svo eftir smá tíma má ég beygja mig en á að nota hnéin ekki bogra. En já taka því rólega og engar þungalyftingar.

Siggi er svo að vinna eitthvað um helgina en Sigrún mín ætlar að aðstoða mig eitthvað … Voru 3 saman á stofu upp á St. Jósefsspítala þær sögðu allar að þær þökkuðu sínum sæla að vera ekki með svona ung börn og hvað þá 4 mánaða núna. Þær ætluðu allar heim í rúm að hvíla sig og slaka á. Oh well „this is my life“…. með eurovision undirspili.

 

þetta er núna inn í mér reyndar búið að klippa svo ofan af þessu

þessa mynd er að finna á bæklingnum mínum

Mér líður eins og læknirinn sem sagði að aðgerðin hefði tekist mjög vel hafi sparkað af öllu afli í klofið á mér ég er svo marin og svo kem smá blóð meðfram saumunum. Alltaf svo pen í þessum bloggum mínum hehe.

Er nánast búin að klára PIF gjöf númer 1 og langt komin með númer 2 en set ekki inn myndir af þeim hér fyrr en þær skila sér til eigendanna.

 Hafrún Ásta kveður á smekklega og penu nótunum.

Read Full Post »

Older Posts »