Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for mars, 2008

Hafsteinn Vilbergs benti á geirvörtuna á sér í gær og sagði þetta er sko ekki hlaupabóla þetta er brjóstið á mér. Já sagði ég þetta er sko geirvartan á þér og hún er á brjóstkassanum. Hann var fljótur að svara…. „Já ég er þá með kassabrjóst og Heiðmar Máni og pabbi. En þú mamma er með svona hringbrjóst, og Álfheiður Amý líka bara lítil hringbrjóst.“

Aha einmitt það

Annars fékk Hafsteinn Vilbergs að gefa Álfheiði Amý pelann sinn í gærkvöldi og fannst það svaka gaman.

 

Svo tók ég þátt í svona skiptileik í saumaklúbbnum mínum og ég gerði fyrir Aistè svona skærapúða … ég valdi að gera litla nálarúllu einn yfir einn. hún lítur svona út

Svo kláraði ég stykki sem ég byrjaði á fyrir löngu svo sætt. Á eftir að gera eitthvað úr því fáið að sjá það seinna.

Kveðja frá Bólubæ…

Auglýsingar

Read Full Post »

Heilsubælið Grafarvogi

Jamm það væri nú réttnefni Álfheiður Amý er með hlaupabólu og hitaslæðing. Heiðmar Máni er búin að vera með hita og yfirleitt þá upp í 39°C í 5-6 daga. Og nú hefur Hafsteinn Vilbergs bæst í hópinn og er með hlaupabólu þá hann hafi ekki tekið vel í fyrstu 3 bólurnar sínar. Nú er bara að vona að hvorki Álfheiður Amý né Hafsteinn Vilbergs fái ekki pestina hans Heiðmars Mána.

Allavega stuð á heimilinu eða þannig.

ein hlaupabólulaus mynd

Hafrún Ásta kveður frá Heilsubælinu

Read Full Post »

MIA

Já maður hefur verið MIA = Missing In Action

En við fórum upp í bústað á miðvikudagskvöldið og komum bara heim í gær. Það var pottast, borðað, spilað, kjaftað og hlegið. Svo ekki sé minnst á gúffað í sig páskaeggi með tilheyrandi páskahausverk. Er eins og margir vita með fæðutengt mígreni… Tengt súkkulaði eða sko kakói. Allavega … Þetta var fín vika og mamma og pabbi komu með okkur og svo komu Jón Fannar bróðir, Anna og stelpurnar í nokkra daga líka.

Að vísu fékk Heiðmar Máni hita og missti af 2 sundferðum og 2-3 pottaferðum greyið en hann er svo duglegur og er orðinn hitalaus núna en með alveg rosalegt kvef og hósta samt. Þar með er ekki öll sagan sögð því Álfheiður Amý tók við hlaupabólunni og er nú með allavega 18 bólur held ég … svaka fín. En voða góð samt en drekkur aðeins minna því hún vill oftar hún misskilur kláðann pínu svo ég leyfi henni það bara.

Allavega við erum komin heim og aftur í stofufangelsi með þessa hlaupabólu en aðallega hitinn hans Heiðmar Mána sem er þó hitalaus í dag og vonandi kemst hann í leikskólann á morgun … Enda var hann í 3 daga þar í síðustu viku og ekkert í vikunni á undan og er farinn að sakna þess pínu.

Hafrún Ásta kveður í bili.

P.S. tók ekkert margar myndir en á líka eftir að setja þær inn í tölvuna.

Read Full Post »

3 mánaða skoðunin

Var í dag þegar hún er 14 vikna og 1 dags. Jamm hún fékk sprautu í rassinn og er orðinn 5720 grömm og 59 cm og höfuðmálið 41 cm. Hún verður seint talin risi en hún er passleg fyrir mömmuna sína. Og algjör monsa. Hún er pínu pirruð núna í kvöld en ég held hún sé samt ekki með hita.

Vonandi verður hún hressari á morgun …

Hafrún Ásta kveður í bili.

Read Full Post »

Best í heimi

Heiðmar Máni sagði áðan að Hafsteinn væri sko besti bróðir í heimi (ekki eins og hann eigi marga hehe) og Hafsteinn endurgalt þetta að sjálfsögðu. Nú svo var það Álfheiður Amý og voru þeir sammála um að hún væri besta systir í heimi. Nú svo koma að því að Hafsteinn sagði og þú og pabbi eruð bestu foröldrur í heimi. Jahá held hann hafi ætlað að hafa þetta í fleirtöldu eða kannski finnst honum við bara öldruð hehe. Ég er viss um að mér fannst það þegar ég var á hans aldri.

Í gær sagði Heiðmari Mána að hann ætti að ganga frá eftir sig inn í herberginu sínu … Hann fer í málið og kemur svo hróðugur fram og segir ég er búin og ég stend upp og hann kemur að herberginu og segir þá nei bíddu aðeins skríður undir rúm og týnir 3 hluti undan því setur þá á rétta staði og brosir … Nú er ég búinn. Og herbergið hans var svo fínt. Og hann hélt því þannig í dag púslaði og gekk alltaf frá. Duglegur … En svo komu bræðurnir af efri hæðinni niður og þá var fjör í herberginu og það leit út eftir því en við gengum frá í sameiningu. Hafsteinn lék í árshátíðar leikritinu í dag. Og var afi engill. og gnæfir þarna yfir bekkinn sinn.

 Álfheiði Amý liggur mega mikið á að verða stór

Hafrún Ásta kveður í bili.

Read Full Post »

blueswimsuit on Flickr – Photo Sharing!

Ég mana ykkur til að skoða þessa mynd og segið mér svo hvort ykkur langi í svona. 

blueswimsuit on Flickr – Photo Sharing!

Þetta er að finna á myndasíðunni hennar Ágústu en þessi brilliant mynd var í einu af handavinnublöðunum hennar.

Hafrún Ásta kveður með handavinnukveðju hehe.

Read Full Post »

Hlaupabóla

Jamm Heiðmar Máni minn er komin með hlaupabólu greyið og er ekki sáttur við það. Þegar ég sagði við hann æji ertu kominn með hlaupabólu þá svaraði hann nei ég er ekkert með hlaupabólu. Svo þegar ég lyfti bolnum sagði hann hættu að skoða hlaupabóluna mína. hehe. Krúttið þó hann líti svona út núna. Hann er reyndar ekki sáttur við að vera með hlaupabólu heldur labbibólu hehehe krúttið.

Ég vona bara að Hafsteinn fái þetta ekki allavega fyrir miðvikudaginn þegar árshátíðin er hjá honum og hann er að leika í leikriti fyrr um daginn. Já og ég vona líka að Álfheiður Amý fái þetta ekki heldur hún er 3 mánaða/13 vikna í dag. Hún á að fara í 3 mánaða skoðun á fimmtudaginn og má því ekki vera orðin veik þá.

Kveðja frá veikindabælinu, Hafrún Ásta

Read Full Post »

Older Posts »