Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for febrúar, 2008

tapað – fundið

Jamm þar sem við erum að skipta um bíl var þessi tæmdur og innst inn í hanskahólfinu á bílnum okkar (greinilega flust með úr gamla bílnum) fundust gleraugu. Ef þið eigið þau látið mig vita finnst skelfilegt að hafa haft þau í bílnum í um 4 ár fyrst fundust ekki gleraugu sem einhver spurði mig um hvort ég hefði séð í bílnum og svo fyrir 3 árum fundust þau en ekki eigandinn sem ég gat ekki munað hver var.

img_0035.jpg ýtið á mynd til að sjá hana stærri.

Annars er ég að fara að ná í nýja bílinn á eftir og set inn mynd í kvöld eða á morgun.

Hafrún Ásta yfir og út í bili

Auglýsingar

Read Full Post »

myndablogg…

Hér gengur lífið sinn vanagang og því lítið að frétta. Já svo lítið að ég held ég sé með rit(pikk)stíflu. Ég gleymdi alltaf að setja inn öskudagsmyndina af strákunum. Svo hér kemur hún.

 

Nú svo eru komnar fullt af myndum á síðuna þeirra

Álfheiður Amý í svo flottum kjól.

Ertu ekki örugglega að læra Hafsteinn?

Ömmustund. Mamma með tvo af grísunum sínum.

Við skulum allavega segja að loftið verði ekki tekið úr boltanum aftur nema pumpan finnist fyrst hehehe en þetta var alveg ótrúlega fyndið. Jón Páll hvað?

Þetta er sko mín snudda … hún er meira að segja merkt mér…

vonandi hef ég eitthvað meira að segja næst, Hafrún Ásta

Read Full Post »

Bara svo þið vitið það

grumpy.jpg

Til allra vina og vandamanna sem sendu mér tölvupóst árið 2007

með loforðum um heppni og hamingju ef ég sendi póstinn áfram…

ÞETTA VIRKAÐI EKKI !

Vinsamlegast sendið mér bara peninga, handavinnudót eða nammi árið 2008

Takk fyrir! 

Með kveðju,

         Hafrún Ásta 

Read Full Post »

Afmælisóskir og fleira

Haldið þið ekki að ég hafi gleymt að setja inn afmælisóskir fyrir Hafstein pabba í gær. Hann hefði orðið 64 ára gamall. Svo ég segi til lukku gamli og knús og kossar frá mér og mínum.

Hafsteinn pabbi

Fór í bíó með Sveinu og Láru í gær. Fórum á P.S. I LOVE YOU! Þetta er alveg 4 vasaklúta mynd. Og ég hef ekki heyrt jafn mörg *sniff* *sniff* og nefuppsogs hljóð í bíó síðan á Titanic. Samt vissu allir að skipið mundi sökkva og stærsti hlutinn deyja. Ekki eins og það kæmi á óvart.

Það er vetrarfrí hjá Hafsteini í dag og á morgun. En hann er svo sem búin að vera með hita síðan í gær. Hafsteinn og Heiðmar Máni eru líka báðir með frekar ljótan hósta. Vinur hans verður hjá okkur í dag. Álfheiður Amý er svo á leiðinni í 9 vikna skoðun á eftir. Hún er svo kvefuð greyið þ.e. með hor í nefinu og ég er alltaf að hreinsa út úr honum. Þetta virðist hafa áhrif á hveru mikið hún drekkur úr pelanum sínum. Því hefur undanfarið verið einn næturpeli. Sem jafnar út að hún er að fá sama magn og ef hún fengi 5 stk 180 ml pela í stað 6 stk 150 ml pela. Vonandi fer hún að ná þessu kvefi úr sér og strákarnir mínir þrír líka sem hósta í kór …

Update: Skoðunin búin og daman er 5.030 grömm og 57 cm. Höfuðmálið er svo 39,5 cm. Fylgir alveg sinni kúrfu og sefur svo á sínu græna inni í rúminu sínu núna … DUGLEG!!!

Annars til lukku með Valentínusardaginn öll!!! Mér þykir voða vænt um ykkur öll.

Hafrún Ásta kveður í bili.

Read Full Post »

mömmuhlutverkið

Held ég sé bara ágæt mamma ég allavega kann þetta. hehehe sjá fleiri myndir hér 

Hafrún Ásta sem kann réttu tökin á þessu.

Read Full Post »

Clapton á leiðinni

Jamm karlinn kemur í ágúst víst og spilar í Egilshöllinni. Ég ætla pottþétt að fara. Finnst hann æðislegur.

Annars fór ég með mömmu og pabba í bíó í gær að sjá Brúðgumann. Fín mynd og við fórum í lúxus salinn í boði pabba. Við hlið mér sat kona með dóttir sinni og syni sem var um 8-9 ára. Nú þetta er í sjálfu sér ekki frásögu færandi nema… Í myndinni er nektarsena og í henni sést nakin kona og fyrst heyrist OJ svo sést meiri nekt konu og þá heyrist enn ákveðnara OoJj. Þetta er fín mynd og vel hægt að hlægja að henni en þetta fannst mér samt svo fyndið.

Krakkarnir eru dugleg og flott eins og alltaf. Heiðmar Máni bað um að fá að fara í leikskólann í gær en í morgun var hann ekki eins spenntur. Hafsteinn Vilbergs er að fara á leiklistaræfingu í dag eftir skóla. Hann er svo alsæll með að vera á þessu námskeiði og ég skal sko ekki gleyma því í dag. Álfheiður Amý varð 2 mánaða á laugardaginn (9 vikna í gær samt). Það er pínu kvef í henni og vonandi nær hún að rífa það úr sér fljótt og vel. Jæja við Álfheiður Amý skruppum í smá labbitúr með Lóu og Rakel Díu. Það var bara næs og móðir skartar núna þessum fínu eplakinnum á meðan litla skvís kúrir í gærupokanum í vagninum og hefur það notalegt.

Þessi snjór virðist ætla að vera endalaus …

Hafrún Ásta yfir og út.

Read Full Post »

Veðurblíðan

Jamm snjór alls staðar. Ég komst nú samt með herkjum og smá ýti út af planinu hérna í morgun og með Heiðmar Mána í leikskólann. Hafsteinn Vilbergs gafst upp á biðinni og labbaði samferða Jóni Eggerti vini sínum og systir hans í skólann. Nú ég meikaði líak að sækja þá … Þetta snýst um að vera nógu ákveðin í snjónum … Þrjóska og af henni skilst mér að ég hafi nóg af. Ég kalla það samt ákveðni.

Í kvöld eru svo tveir hittingar sitthvor hópurinn og mig langar í báða. En sjáum hvernig færðin verður, kannski maður verði bara fastur hér heima.

Allavega ástandið er allavega ekki svona slæmt

Hafrún Ásta kveður í skaflinum

Read Full Post »

Older Posts »