Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for janúar, 2008

eitt stk montblogg

Er það ekki ok. Að vísu sofnaði Álfheiður Amý seint í gær og vaknaði kl. 5 og svo aftur um 8 og Heiðmar Máni vakti mig með því að brölta á mér klukkan 1:30 í nótt. Svo þurfti að rífa allt gengið upp kl. 8 og koma morgunmat í liðið og öllum í föt. Foreldrafundur hjá Hafsteini Vilbergs kl. 9 takk fyrir.

Nú og þá víkur að monthluta þessarar færslu. Fékk vitnisburðinn hans Hafsteins. Hann fékk 5,5 af 6 mögulegum í lestri. Bætti sig úr 86 atkvæðum á mínútu í 120 atkvæði á mínútu síðan í október. Enda barnið eiginlega alltaf að lesa eitthvað. Líka biblíuna sína. Nú stærðfræði hann var með 6,8 í október og 11 villur en núna gott fólk var hann með 4 villur og 9,0. Mamman er auðvitað voðalega stollt. Hann fékk góðar umsagnir í öllum fögum og líka tónmennt sem var verst síðast. Erfitt að sitja kyrr. Nú það eina sem við vissum að þyrfti að bæta er vandvirknin í skriftinni. Hann getur alveg skrifað vel en hann er alltaf að flýta sér eitthvað svo mikið. Má ekki vera að þessum heimalærdómi. Síðan sagði kennarinn að hann mætti aðeins bæta athyglina í tímum en það eigi sko ekki bara við hann … Það er hann er fljótur að beina athyglinni annað. Sem sagt flottur, duglegur og klár strákur hann Hafsteinn Vilbergs. Svo fórum við í óskilamunina og fundum tvö pör af vettlingum (af sennilega um 20 sem týnst hafa bara frá Hafsteini), bol, peysu og trefil.

Nú eitthvað virðist litla skvís vera pirruð í maganum í dag allavega á hún erfitt með að sofa lengur en 15 mín í einu nema ég ruggi henni fram og til baka í vagninum með fætinum eins og ég er að gera núna og á meðan ég nærðist. Vonandi lagast það fljótt.

duglegi strákurinn hann Hafsteinn Vilbergs í ruggustólnum sínum sem verður 39 ára núna 13. febrúar og tilheyrði Hafsteini pabba svo tilvalið að Hafsteinn fái svo að eiga hann.

Hafrún Ásta kveður pínu þreytt…

Auglýsingar

Read Full Post »

Fyrri helgin

Jamm fyrri helgin er búin.

Föstudagur – pöntuðum pítsu vorum í letikasti og pítsan kom klst. of seint eftir tíman sem var gefinn upp. Fengum inneign á númerið þar sem við vorum búin að borga. Strákarnir sofnuðu um kl.21 og Álfheiður Amý líka. Hvílíkt dugleg börn. Ég var alltaf að bíða eftir að hún vaknaði strax aftur en neibb … um 12 skreið ég því upp í rúm (alltof seint) hún vaknaði um kl.1 drakk hálfan pela fékk hreina bleiu og fór aftur að sofa til rúmlega kl.5. Þá var það peli og aftur að sofa. En þá hafði Heiðmar Máni skriðið upp í pabbaból og óvart pissað undir fór í hreint og aftur í sitt rúm og ég tók af rúminu.

Laugardagur – Hafsteinn Vilbergs vaknaði svo um kl.7 en eftir brölt og pirring yfir að pabbaból væri ónothæft og mamma heimtaði svefn í sínu. Lagðist hann í sófann og kom svo inn til mín kl. 7:40 og var harðákveðinn í að nú væri hún 8 og barnaefnið byrjað. Nú ég kveikti á imbanum og leyfði honum að kúra í stofunni fram að barnaefni gaf honum morgunmat og sagði honum að koma ekki inn nema það væri áríðandi ekki með t.d. mamma ég heyri ekkert í sjónvarpinu eða ég missti cheerios á gólfið. Nú ég rumska svo um kl.9 og þá sitja þeir bræður sallarólegir í sófanum að horfa á barnaefnið og sú stutta enn sofandi. Nú hún vaknaði fljótt og fékk sér pela og við Heiðmar Máni morgunmat. Síðan rétt fyrir hádegi fóru strákarnir upp að leika og ég fékk þá frábæru hugmynd að skjótast út í búð og spurði hvort þeir mættu bíða í svona 20-30 mín. Jú hún hélt það nú og hvort hún fengi ekki Álfheiði Amý í kaupbæti. Nú þar sem ég var nýlega búin að gefa henni ákvað ég að þetta væri tilvalið. Skaust í búðina og vídeóleiguna og kom svo heim með popp, spólur, nammi og þurrmjólk og var mjög vinsæl. Dagurinn leið og um kvöldið horfðum við á Laugardagslögin og Hrútinn Hrein og úrslitin síðan var það bólið hjá öllum og sama saga og fyrra kvöldið … Allir eins og englar nóttin var svipuð nema ekkert pissustand og strákarnir sváfu út (á þeirra kvarða).

Sunnudagur – Já nú fór fjörið að byrja. Eftir fínan morgun þar sem ég náði að komast í sturtu og alles … Þvottavélin biluð og þökk sé henni vatn út um allt gólf inn á baði. Jibbý … tók til við að þurrka þetta upp og það tók sinn tíma færa allt og þurrka allt. Var alveg ökkladjúpt. Nú svo hringir Sigrún og segir „ertu ekki hress“ Ja jú jú bara pínu busy… Hún mæddi fljótlega og sá um Álfheiði Amý sem var farið að leiðast þessi tiltekt móður sinnar. Þar sem Sigrún var hér nýtti ég tækifærið og skúraði baðherbergið. Fór svo í mat til mömmu og pabba mjög næs og krökkunum fannst þetta bara gaman. Fékk svo pabba með mér heim og í sameiningu löguðum við þvottavélin og ég las fyrir Heiðmar Mána og pabbi fyrir Hafstein. Álfheiður Amý sofnaði á leiðinni heim kl.20 (síðasti peli kl.17) og ég vakti hana eftir Dexter til að gefa henni fyrir nóttina. Hún vildi bara hálfan pela og vaknaði svo um kl.3 í nótt og aftur hálfan pela. Svaf svo til kl.7 og fékk hreint á rassinn.

Mánudagur – Leyfði strákunum að vakna sjálfum (frí í skólanum o gHafsteinn fór bara í Brosbæ) og við borðuðum morgunmat í rólegheitum og klæddum okkur og löbbuðum svo út í leikskóla og skóla voða næs veður og svona. Nú erum við mæðgur að fara í krílahitting hjá sundhópnum … (meðgöngusundinu)

Hafrún Ásta heyrir í ykkur seinna í dag.

Read Full Post »

Grasekkja til 3.febrúar

Jamm Siggi er farinn til Flórída eftir 4 tíma seinkunn. Sem var heppni nokkrum flugum var frestað til morguns. En börnin eru enn bara nokkuð ljúf og þægileg en þetta er líka bara fyrsti dagurinn hehe.

Er strax farin að sakna Sigga og strákarnir líka. En það verður þá bara enn meira gaman að fá hann heim aftur. Álfheiður Amý sofnaði þrátt fyrir smá mótmæli á meðan ég var að aðstoða strákana lesa og setja disk í spilarann til að hlusta á … Dugleg þessi æðislegu börn mín.

Vona bara að Álfheiður Amý gleymi ekki pabba sínum á þessum 9 dögum.

Skrapp að hitta Önnu Rut, litla, Steinunni og Hauk Mána og það var æði við mæðgur þökkum bara fyrir okkur.

Annars er þetta pínu kúl  http://www.dailymotion.com/video/xb631_enya-may-it-be-lord-of-the-rings_music?from=rss

Hafrún Ásta kveður í grashaganum snjóuga.

Read Full Post »

Jabba dabba dú

Við mæðgur vöknuðum snemma í dag til að fara í 6 vikna skoðun. Álfheiður Amý var 4.080 grömm á þriðjudaginn í síðustu viku. Í dag 8 dögum seinna er hún 4.550 grömm. Þokkaleg aukning 470 grömm. Dugleg stelpa og hún er komin á rétt ról í kúrfunni sinni núna. Og hefur sofið rosalega vel í dag og ég skildi ekki afhverju hún var frekar pirruð en núna skil ég það hún vildi meiri mjólk ég var byrjuð að gefa henni pínu meira og það virðist hafa gert útslagið í dag. Hún hefur sofið eins og engill og verið yndislega ljúf. Einnig kom hún svona glimrandi vel út úr skoðuninni líka.

Jamm gleðidansinn var stiginn í dag.

Hafrún Ásta dansandi gleðidansinn.

Read Full Post »

Það er nefnilega það.

Munduð þið ekki flest verða hissa ef kennari barnsins ykkar hringdi í ykkur til að athuga í hvernig litum nærbuxum barnið fór í skólann um morguninn? Ja jú sennilega …!!!

En það á sér eðlilega útskýringu þó greyið Hrafnkell kennarinn hans Hafsteins hafi verið pínu vandræðalegur í símann. En það varð nærbuxnaruglingur í leikfimi. Hafsteinn fór í svartar en vinur hans stóð fastur á því að hann hafi verið í svörtum með mynd aftan á. Nú athugað var hvernig nærbuxurnar væru á litinn hjá öllum. Hafsteinn var sá eini í svörtum. Ég viðurkenndi að ég vissi ekki hvernig þær væru á litinn. En að hann ætti svartar og rauðar boxer allavega. Málið er að Hafsteinn er að vaxa upp úr öllum fötunum sínum og Heiðmar Máni erfir þau því og Hafsteinn gæti vel hafa farið í rauðum brókum í morgun. Jæja ég lofaði að tékka á þessu þegar hann kæmi heim og koma þá nærbuxunum til föðurhúsanna ef Hafsteinn ætti þær ekki. Erfitt að meta þetta í gegnum símann. Enda býr þessi vinur hans hér í húsinu.

Jamm alltaf eitthvað til að krydda mína einföldu daga…

Sá svolítið sniðugt á síðunni hennar Ásdísar og ætla að prófa það hér líka. Segið hvað ykkur finnst hérna þetta er fljótlegt og má bara velja 6 orð.

Bað ykkur að svara öðru um daginn og set því inn niðurstöðuna úr því hér líka kíkið á ef þið viljið

Hafrún Ásta kveður í sínum nærbuxum.

Read Full Post »

Jibbý

Haldiði ekki að bílinn sé kominn heim. Hvílíkur munur. Jamm hef annars ekkert að segja.

Hafrún Ásta yfir og út.

Read Full Post »

helgin að líða…

Eftir góðan leik við Slóvaka virðist Ísland ekki finna sig á móti frökkum. En um helgina höfum við einnig reynt að eiga fjölskyldutíma og ég kláraði peysuna sem ég var að prjóna. Hún er 3 mánaða stærð og er því frekar stór enn á píslina okkar. Það er húfa í stil en ég er ekki búin með hana.

Og ég prjónaði líka húfu sem Álfheiður Amý sportar hér á myndinni fyrir neðan.

Já svo höfum við lítið gert um helgina en set nokkrar myndir í staðinn.

Þeir bræður Heiðmar Máni og Hafsteinn Vilbergs geta verið í sama stól án þess að rífast einstaka sinnum.

Algjör rúsína hún Álfheiður Amý

Hafrún Ásta kveður í bili.

Read Full Post »

Older Posts »