Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for desember, 2007

viktun lokið

Og samkvæmt tölvuvoginni var hún enn 3700 og það fór hrollur um mig en svo fór hún í bleiuna og var viktuð þannig og þá viktaðist hún 3800 gr. Sem sagt 100 gr aukning. Hún á svo að vera í eftirliti og fara aftur í viktun á fimmtudaginn. Vona það besta held áfram að gefa oft. Einnig bæta inn einum og einum pela ef þörf þykir. Leyfi henni að drekka alveg eftir pöntun.

Hún svaf svo lengi í gær frá 17:30 til að verða 22:00 og ég gat því farið í veisluna líka, en fékk pínu samviskubit að fara ekki heim á milli og vekja hana.

Jæja nú er að vona að hún haldi áfram að þyngjast. Annað sem við höfum tekið eftir að það sullast upp úr henni ef hún leggst á bakið svo við prófuðum að hækka undir höfuðlaginu hjá henni og það hjálpar hún getur sofnað sjálf að mestu í vöggunni og hún vaknar ekki um leið og hún er lögð niður. Svo okkur grunar bakflæði. Ef það lagast ekki þarf að láta barnalækni kíkja á hana.

Siggi og strákarnir fóru að versla og lentu í árekstri á leiðinni heim. Bíllinn er frekar illa farinn en strákarnir sem betur fer allir heilir. Þó þeim 2 yngri hafi brugðið töluvert.

Hafrún Ásta…

Auglýsingar

Read Full Post »

3 vikna

Já tíminn flýgur. Álfheiður Amý fer í viktun á morgun … Vonandi mun hún hafa þyngst eitthvað. Hún er farin að taka upp á að æla pínu ja mismikið og stundum er það ekki pínu. Við erum farin að velta því fyrir okkur hvort hún er með bakflæði en þetta kemur allt í ljós á morgun … Og hvort þetta 2-3 tíma prógram er að virka ég er reyndar nær 4 tímum á næturnar en í staðinn gefum við henni ábót fyrir nóttina. Ég bara get ekki vaknað á 3 tíma fresti því það tekur svo líka tíma að svæfa hana aftur.

Svo er brúðkaupið í dag og óskum við brúðhjónunum Nonna og Ingibjörgu til lukku með daginn. anna kemur og ætlar að vera með krakkana á meðan við förum í krikjuna svo verð ég að fara heim að gefa veit ekki hvort ég fer aftur í veisluna. Þetta er barnalaus veisla svo ég get ekki gefið henni þar svo ég þarf að vera eins og jójó… Kannski ég kíki þangað í klst. en svo þarf að fara aftur heim að gefa…

Hafrún Ásta mjólkurbú Grafarvogs. (Ja Álfheiðar Amýjar allavega.)

allir grallaranir mínir.

Read Full Post »

Þyngdaraukning

Álfheiður Amý var viktuð 9 daga gömul og var þá orðin 3700 gr sem var fín þyngdaraukning. Nú vegna jólanna var hún ekki viktuð aftur fyrr en í dag 19 daga gömul. og hún er enn 3700 gr. Þetta er ekki ákjósanlegt. Hún var farin að sofa lengur á næturnar og var ekki alveg alltaf framan á móðir sinni. Ég hélt að það þýddi að hún fengi meira í einu. Neibb nú á ég að vekja hana á 2 tíma fresti á daginn og 3 tíma fresti á næturnar. Nú þetta eigum við að prófa fram á gamlársdag og fara með hana þá í viktun á heilsugæslustöðina. Ef hún hefur ekkert þyngst þá eða mjög lítið á ég að gefa henni ábót allavega í hádeginu og fyrir nóttina. Mér sem fannst hún svo dugleg að drekka og kyngja svo mikið. Oh jæja en málið er að geirvörturnar eru frekar viðkvæmar og ja ég get rétt ímyndað mér að þetta bæti ekki þar úr.

Hafrún Ásta ekki alveg sátt við þetta.

 Smá auka pæling: (kl. 17:29) Nú pissar hún velog kúkar mörgu sinnum á dag. Svo eitthvað er hún að fá. En ég þakka þó fyrir að hún léttist ekki. H.Á.

Read Full Post »

Annar í jólum

Og jólin æða áfram

Í gær fórum við í hið árlega jólaboð hjá frænda og Stellu. En það var mjög gaman í ár því Freyja, Jón Kristján og Fríða voru öll á landinu. Að vísu vantaði þó mömmu og pabba sem eru á Kanarí, Jón Fannar, Önnu, Sylvíu og Sif sem eru fyrir norðan og Ari Má sem var að vinna.

Mér fannst æði að fá að sýna Sigríði Ósk litlu frænku sína og Álfheiður Amý virtist ekki minna hrifin af Sigríði Ósk.

Ég verð að segja að ég á frábæra fjölskyldu og það er fjársjóður út af fyrir sig en ég á líka æðislega vini.

Takk öllsömul fyrir að vera eins og þið eruð.

Set svo eina mynd með af Öglu Bríet og Heiðmari Mána sem eru jafngömul og ótrúlega lík í sér.

Hafrún Ásta og stórfjölskyldan.

Read Full Post »

Jóladagur

Þá er pakkadagurinn búinn og drengirnir alsælir með góssið… Álfheiður Amý eflaust líka. Allavega var pakkaflóð hérna í gær. Við borðuðum góðan mat og Ari Már með okkur. Strákarnir hömuðust við að vera rosa stilltir og duglegir að borða matinn, hjálpa til og svo bera fram pakkana. Síðan reyndu þeir eftir mesta magni að vera rólegir á meðan var verið að opna pakkana. Þegar því var svo lokið fóru allir 4 strákarnir að kubba saman legóinu. Síðan fóru strákarnir upp í rúm að lesa allar nýju frábæru bækurnar.

Við Siggi þökkum kærlega fyrir okkur og börnin

Erum að fara í jólaboð á eftir.

Read Full Post »

Gleðileg jól öllsömul

Við viljum óska öllum vinum okkar,fjölskyldu og lesendum hér gleðilegra jóla og gæfuríks árs. Þökkum liðnar samverustundir og skemmtilega tíma. Vonandi verður nýja árið ykkur viðburðaríkt og fullt af dásamlegum ævintýrum.

 jola.jpg

Jólakveðja og knús, Hafrún Ásta, Siggi, Hafsteinn Vilbergs, Heiðmar Máni og Álfheiður Amý.

Read Full Post »

Tveggja vikna á Þorláksmessu

Jæja þá er Álfheiður Amý orðin tveggja vikna. Stór og flott skvísa. Hún hélt upp á það með að sofna í mínu rúmi um kl.12 á miðnætti og svaf til 6:30 já gott fólk 6:30. Þá hálf vakti ég hana til að losa var á floti um það leyti og hún rétt að rumska.svo sváfum við frá 7 til 8:45 sem sagt bara næs.

Heiðmar Máni segir að Kertasnigill sé síðasti jólasveinninn Hafsteinn Vilbergs var ekki alveg að kaupa það hehe. Annars er komin frekar mikill spenningur í drengina og Hafsteinn Vilbergs þá helst. Er ósjaldan þessa dagana sem þarf að biðja þá að róa sig pínu niður og láta hvorn annan í friði.

Fór og keyrði út tvo pakka í gær. Annars erum við Álfheiður Amý lítið á ferðinni ennþá. Siggi er farinn í skötuna verði honum að góðu. Ég ætla að hafa fisk í kvöld en ekki úldinn illa lyktandi fisk. hehe. Ari Már bróðir ætlar að mæta í fiskinn í kvöld.

Heyrði í mömmu í gær og þau hafa það bara mjög fínt þarna á Kanarý.

Bið að heilsa í bili, Hafrún Ásta.

Read Full Post »

Older Posts »