Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for október, 2007

7 ára gamall… tíminn flýgur

Já frumburðurinn er 7 ára gamall í dag og verður með bekkjarafmæli í dag. Úff 15 börn á 7 ára aldri. Oh jæja þetta eru bara tveir tímar svo er þetta búið.

Knús og kossar frá mömmu innilega til hamingju með daginn Hafsteinn Vilbergs minn.

Hafrún Ásta

Auglýsingar

Read Full Post »

afmælistímabilið að byrja

Í dag á pabbi afmæli. Til hamingju með daginn og sjáumst í matnum í kvöld. Já karlinn verður að fá afmælismat þó mamma sé frá bæ. Á morgun á Hafsteinn svo afmæli og svo styttist í mitt. Erum öll í einum hnapp hérna.

Kveðja í bili, Hafrún Ásta

Read Full Post »

Jólakortin í ár

Jamm er byrjuð að föndra þau og sat við í tæpa 3 tíma við eldhúsborðið með Sigrúnu og kláraði 20 svo 1/3 búin en ég er líka með alveg svaðalegan bjúg á fótunum núna og búin í bakinu svo ég held ég taki þetta í minni skömmtum núna 5 í einu kannski … En er bara ánægð með þau er að prófa nýtt ekki 3D á þessu ári. Svo þið getið ekki hugsað ok kemur enn eitt 3D kortið í ár því nú verða þau öðruvísi. Þið verðið bara að bíða og sjá. Hafsteinn föndraði líka 2 stk.

Hafrún Ásta föndrari.

Read Full Post »

Var klukkuð af Lindu og Sonju svo sennilega verð ég að svara þessu.

1: Harðspjalda eða kiljur (paperback), og hvers vegna?
Bæði ég safna bókum yfirleitt í seríu í harðspjalda en sumar bækur í ferðalög og slíkt tekur maður í kiljum vegna þæginda.

2: Ef ég ætti bókabúð, mundi ég kalla hana…
Lestu og njóttu þín. Þar sem yrði pláss til að sitja með kaffi, te eða eitthvað annað og njóta sín með bók eða handavinnu. Veit samt ekki hvað ég mundi kalla hana er léleg í að finna nafn á hluti og ketti hehe.

3: Uppáhalds vitnun úr bók (hver er titill bókarinnar)
Úff man ekki neitt í augnablikinu en margar bækur eiga góða punkta.

4: Rithöfundur (lifandi eða látinn) sem ég mundi vilja eiga hádegisverð með er…
má ég velja tvö einn fyrir hádegismat og hinn fyrir kvöldmat … J.K. Rowlings og rekja alveg heim Harry Potter út í eitt. J.R.R. Tolkien  í kvöldmat af sömu ástæðu. Ef ég mætti svo hitta einn enn Stephen King … bara því ég var svo hrifin af bókunum hans þegar ég var unglingur.

5:Ef ég væri að fara á eyðieyju og mætti bara taka eina bók með mér, fyrirutan SAS survival guide, þá yrði það…
Það er nú grimmt að mega bara velja eina. Ég verð bara að treysta á að það verði búiða ð gefa út safn með öllum HarryPotter bókunum og öllum LOTR í einn þykkri kilju.

6: Ég vildi að einhver mundi finna upp eitthvað bókatengt sem…
Veit ekki svei mér þá…

7: Lyktin af gömlum bókum minna mig á…
Bókabúðir með gamlar bækur og afa minn og afa hans Sigga (sem á sko myndarlegt bókasafn)

8: Ef ég væri aðalpersóna í bók (nefnið titilinn) þá væri það…
Þarf að hugsa þetta betur set það inn þegar ég er búin að finna það út.

9: Ofmetnasta bók allra tíma er…
??? set þetta inn þegar ég er búin að hugsa það …

10: Ég þoli ekki þegar bók…
Endar og er það góð að maður vill lesa meira. Endar ekki það er bókinni lýkur og það eru of margir lausir endar. Þegar maður dettur alveg inn í bók og persónur bókarinnar og svo endar hún og maður vill vita hvað varð um þá. En verst er að reyna að lesa bók sem virðist ekki geta náð neinum tökum á manni tímasóun og pappírseyðsla.

 ég klukka svo Ásdísi, Sveinu, Ernu, Karen Ülrich og Lindu Rós

Góða skemmtun dömur mínar.

Hafrún Ásta yfir og út

Read Full Post »

Afmæli, hittingur og slysó

Fórum í afmæli til hennar Birtu í dag og fórum svo beint í frændsystkinahitting hjá Unni frænku hans Sigga. Þeir frændur fóru út að leika sér í garðinum hjá þeim og stuttu seinna kemur Hafsteinn grátandi inn. Siggi fer að athuga hvað gerðist og svo heyri ég í frænda hans „vá það er blóð og allt“. Ég fer fram og jú jú það blæðir úr hökunni.  Þegar við fáum að skoða þetta betur kemur í ljós að skurðurinn er frekar djúpur. Í hittingnum voru tvær hjúkkur og þær sögðu að sennilega þyrfti að sauma þetta. Svo upp á slysó fórum við ég, Hafsteinn og Sigrún með (Siggi varð eftir með Heiðmari Mána). Á slysó þurftum við ekki að bíða lengi og læknirinn Hlynur og Siggi pönkhjúkka sáu um að pússla honum saman og eitthvað segir mér að þeir hafi áður unnið með börnum. Hafsteinn stóð sig eins og hetja … grét smá þegar var verið að „svæfa sárið“ enda ekki gott að láta stinga sprautu í sárið. Svo var hann saumaður heil 5 spor. Sagðist ekki finna neitt fyrir því en fannst það taka of langan tíma hehe. Spurði lækninn hvort hann væri ekki að verða búinn. Læknirinn sagði ekki alveg þarf að sjá hérna megin líka. Samdi svo við lækninn og sagði ok eitt spor enn… fékk svo plástur yfir … Þurfum að láta taka saumana úr eftir 5 daga eða á föstudaginn vilja víst ekki hafa saumana of lengi í andlitinu.

fórum svo aftur í hittinginn og náðum því ekki að fara til ömmu og afa eins og við ætluðum að gera svo við verðum að reyna að hitta á ömmu í vikunni og næstu helgi.

Hafrún Ásta sem á svo duglegann strák…

Read Full Post »

Kvef og hósti

jamm helvítis kvef fór til læknis og hún sagði að mér bæri að vera heima ef ég væri lasin… Er ekki að fúnkera í vinnunni að vera lasin núna… sé til á morgun hvernig ég sef í nótt. Hún gaf mér parkódín til að taka fyrir svefninn til að sjá hvort ég fæ ekki betri svefn svo erfitt að vera alltaf þreytt. Og einhverja saltvatnsdropa sem eiga að losa um nefstífluna. Vonandi nær maður sér fljótt og ja veit ekki hvort ég fer í vinnuna á morgun.

Hafrún Ásta kvefaða með meiru.

Read Full Post »

Var í mæðraskoðun

Og það bara nokkuð góð slík. Þvagið hreint (hefur alltaf verið pínu pons prótín í því). Át gommu (2 stk) af eggjum í gær kannski það sé bara málið hehe. Allavega blóðþrýstingur ok 130/75 sem er víst fínt því neðri mörkin eru fín ennþá hafa alltaf verið 70-75. Legbotnin 33 cm eins og meðgöngulengdin. Hún snýr höfðinu niður en er ekki skorðuð því hún lét mig finna með öndunum. Hún sagði finndu hérna er eins og kúla sem þú getur hreyft pínu til … bara fyndið hún Úlla er svo frábær. Svo finnst henni bjúgurinn vera orðinn meiri svo hún vill að ég taki eina viku í einu með hvort ég eigi að vinna lengur en ég held mig við að vera út október allavega er að þjálfa nýja stelpu vil helst ekki skilja hana eftir í djúpulauginni með engann kút sko… En held ég láti október duga sé til með nóvember. Hún sagði líka hvernig heldurðu að þú værir ef þú værir ekki að fara í sundið. Sagði svo reyndu að vera dugleg að halda höndunum upp til að minnka bjúginn þar hehe, taktu smá Napóleon á þetta … sé það alveg fyrir mér NOT!!!

Grindin hefur verið ótrúlega til friðs á meðan ég fer ekki í langa göngutúra og vinn hálfan daginn og mæti í sund. Ekki missklija mig ég er aum í lífbeininu og finn vel fyrir grindinni en ég finn ekki jafnmikið til núna sem er stór plús… En ég fæ í bakið og má þakka það þessu vibba kvefi og hósta sem er komið í mig og hún sagði að ef ég væri ekki orðin góð núna fyrir eða strax eftir helgi ætti ég að fara til læknis og láta hlusta mig og athuga hvort hún vill gera eitthvað við því. Finnst næstum eins og maður geti unnið lengur en veit að ég er góð því ég geri það ekki. Þessu kvefi fylgir svo voðalegt slen og slappleiki. Er alltaf þreytt núna. Ætla að senda strákana mína með karlinum í leikhús í kvöld á Gosa. Held það verði svaka fjör hjá þeim.

Jæja best að hleypa ykkur í eitthvað annað en að lesa þetta bull og fer að sækja Heiðmar Mána í leikskólann.

Kveðja í bili (var ekki eins löngu bili) Hafrún Ásta orðin frekar sver… og bumbuskvísa.

Read Full Post »

Older Posts »