Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for ágúst, 2007

Jæja lífið líður og tíminn flýgur

Jebb heldur betur 26 vikur á morgun og 14 eftir. 13 ef daman ákveður að koma 30. nóv og halda í hefðina. En jamm ég er byrjuð í meðgöngusundi sem er rosalega fínt. Annars er ég bara að bíða eftir að Hafsteinn Vilbergs komist inn í Brosbæ (frístundaheimilið í skólanum) þar sem allir hans vinir eru þar eftir skóla. Já og ég get ekki reddað pössun fyrir hann eftir þessa viku.

Hafsteinn Vilberg sagði mér það að þegar stelpan væri fædd ætlaði hann að vera rosalega góður við hana og leyfa henni að koma inn í herbergið sitt (það á nú sennilega eftir að breytast). Einnig segist hann ætla að kenna henni að labba ( ja ekki alveg strax samt…)

Heiðmar Máni sagði að hún mætti sko líka fara í sitt herbergi og að hann ætlaði að vera rosa góður við hana.

Allavega lífið hefur ekkert breyst síðan í gær og þið eruð enn öll æðisleg.

Hafrún Ásta og bumbukrútt.

Auglýsingar

Read Full Post »

Drama drama drama

Maður skreppur í afmæli upp í bústað og kemur svo heim daginn eftir … og ja svei mér þá það var kveikt í ruslageymslunni hér heima í báðum stigagöngunum. Siggi var sá eini sem var með opinn svefnherbergisgluggann. Hann vaknaði við skrýtna lykt „brunalykt“ og fór að leita í íbúðinni að upptökunum. En hann fann lyktina bara helst í svefnherberginu svo hann fór og athugaði frammi á gangi og svo hvort þetta væri í kjallaraíbúðinni. Síðan sá hann að reykurinn kom að utan. Hann hringdi bjöllunni hjá öllum og hún Kristín á efri hæðinni vaknaði og sendi Óttar út að hjálpa sem var varla komin í fötin þegar hann var komin út. En þeim tókst að slökkva eldana í báðum ruslageymslum. Þetta er náttúrulega alvarlegt mál. Því sá sem kveikti í skildi hurðirnar eftir opnar svo eldurinn gat læst í hvað sem er.

Siggi vaknaði á réttum tíma og þeir Óttar brugðust rétt við þeir tóku slökkviliðstækin og slökktu eldana. Í hinum stigaganginum vaknaði kona í einni íbúð og og kom út þegar þeir voru búnir að slökkva eldinn. Þetta sannfærir mig um gildi þess að hafa slökkvitæki á ganginum hér hjá okkur. Þau sönnuðu sig í nótt því bæði voru þau tæmd. Til að vinna á eldinum og svo vatn á restina svona til öryggis. Nú verður ein tæki bætt við svo eitt sé á hverri hæð. Eitt sett af nágrönnum vöknuðu en litu svo á eftir ítrekaðar bjölluhringingar að partý væri í húsinu og að allir væru að ýta á vitlausa bjöllu. Síðan þegar þau voru spurð í morgun hvort þau hafi bara sofið í alla nótt. Sögðu þau pínu önug já við sofum á nóttinni. Þegar þeim var tilkynnt ástæðan fyrir bjölluhringingunum urðu þau frekar kindarleg. Ef hættan hefði verið meiri… Eldur er nú samt alltaf hættulegur… þá hefðum við auðvitað legið á bjöllunni og bankað hjá þeim og kallað en …

Ég að vísu missti af þessu öllu saman … En sennilega færi ég út með börnin ef þetta gerðist næst þó ekki væri nema til öryggis… En það er auðvelt að segja eftir á en ég veit að nágrannakona mín var í startholunum fyrir það á meðan karlanir okkar börðust við eldinn. Líf okkar eru meira virði en allt annað. Lögreglan sem kom á staðinn eftir að þeir höfðu tilkynnt að þeir náðu að slökkva eldinn og að slökkviliðið mætti snúa við sagði að þetta væri alvarlegt og flokkast sem tilraun til manndráps. Nú heimtum við að ruslageymslurnar verði læstar og það verður keyptur lás á þær þegar tryggingarnar hafa lagað og bætt.

Hetjur dagsins Siggi og Óttar … og strákarnir okkur sjá þá sem hetjurnar… eðlilega þeir geta allt núna slökkt eld og alles. Og hafa sagt öllum vinum sínum frá þessu.

Allavega gott að koma heim þrátt fyrir allt var þetta bara smá skrepp en á meðan ég fór má segja að familían hafi upplifað ýmislegt.

Hafrún Ásta slökkviliðsmannsfrú næstum því …  allavega vel gift.

 P.S. mundi alveg vilja ná í rassgatið á þeim sem kveikti í klukkan 4 í nótt…….

Read Full Post »

Fullt af myndum

Já nú er sko komið inn eitthvað um 450 myndir fyrir ykkur úr fríinu til að skoða set texta við þær eftir því sem ég nenni… Fljótlega samt… VONANDI!!! Þið getið fundið þær hér. Lykilorðið er hægt að fá hjá mér…

Hafrún Ásta sem er löngu búin að lofa þessum myndum.

Read Full Post »

Jæja hið daglega líf

tekur við með vinnu, þreytu og öðru svona hversdagslegu dæmi. Jamm það er þreytandi að sita mikið við tölvuna í vinnunni og svoddan. En svo er lífið og ég vona bara að ég fái ekki full force grindagliðnun. Var víst ekki góð hugmynd að skúra sumarbústaðinn eftir notkun. Hehe.

Hef að vísu lítið að segja en er að fara að setja myndirnar úr fríinu inn á tölvuna og svo þaðan inn á barnaland svo fylgist með…

 Update: smá tæknilegt vandamál ég geri þetta annað kvöld sorrý…

Hafrún Ásta

Read Full Post »

Erum komin heim og nú ættarmót

já aldrei heima þetta lið…. Anna mín … þú ert algjört yndi var hvílíkur munur að koma svona heim… RISAKNÚS á þig …

Já ég er í dag þakklát fyrir gott frí, frábæra mágkonu og yndislega fjölskyldu…

Víst ég er orðin væmin á annað borð þið eruð öll æði… sjáumst eftir helgi…

 Hafrún

Read Full Post »

Mascá og San Miguel

Ja thad er ekki mikid um thad ad segja thvi sokum skógareldanna var lokad fyrir alla umferd og vid komumst thví aldrei thangad.

Ad odru ég fékk Harry Potter 7 á midvikudaginn og hef klárad hana thó ferdafélogum mínum finnst ég hafa rokid í gegnum hana. Ég les hana svo aftur rólegar. Thad var pínu blendin tilfinning ad klára hana gaman ad klára seríuna… og líka sorglegt ad fá ekki ad lesa meira um allt thetta fólk sem manni finnst madur hálfthekkja ordid. Já ég veit ég er skrýtin. En thid hafid nú alltaf vitad thad er thad ekki annars. En ég held ég muni sakna thessa áhugaverda heims… En ég á alltaf allar baekurnar á ensku, íslensku (thegar 7 kemur thar). Á hljódbókum (vantar audvitad 7 thar líka), 4 myndir ennthá. En ég fylli upp í safnid.

Takk J.K. Rowling fyrir ad hafa skapad thennan dásamlega heim sem ég hef getad sokkt mér í.

Thetta verdur sennilega í sídasta sinn sem ég hendist hér inn ádur en vid komum heim svo verid nú gód hvert vid annad og sjáumst fljótt.  Afsloppun í nokkra daga enn svo aettarmót og aftur í vinnuna.

Hafrún Ásta og co á Tenerife.

Read Full Post »