Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for júlí, 2007

Enn meira af Tenerife…

Sonja mín thad er nú kannski ekki audvelt ad lesa a strondinni med tvo born med sér. En ég fae bókina med odrum farthegum á fimmtudaginn svo ég aetti ad vera samraeduhaef thegar ég kem heim. Sveina veif veif.

Thad eru skógareldar á eyjunni og madur finnur pínu svona reykjarlykt. Vid vorum tharna upp í fjalli daginn ádur en ekki med neinn eld svo vid erum saklaus.

Allavega erum ad fara ad skoda Mascá í dag sem er svo baer af gamla laginu og aetlum svo ad skoda svona midaldashow í Kastala San Miguel (já eins og bjórinn) thar er show og matur. Svo skilum vid bílnum og forum í afsloppun. Ef ég vaeri komin lengra á leid mundi ég orugglega hafa labbad barnid nidur. En thad er tharna ennthá líka eftir 6 tíma dvol og labb í dýra- og saedýragardinu. Já já svaka fjor á Tenerife.
Hittum Gunna og Lindu í gaer og bordudum med theim og kjoftudum frá okkur allt vit.

Kvedja úr sólinni og skógareldunum.
Hafrún Ásta og co.

Auglýsingar

Read Full Post »

Á Spáni er gott ad…

ja ekki djamma og djúsa thví svoleidis gerir madur ekki óléttur né med tvo born med sér. En vid njótum sannarlega lífsins. fórum í gaer í vatnsrennibrautagardinn og ég benti á bumbuna og borgadi thví barnagjald hehe. Í dag er thad svo Santa Cruz hinu megin á eyjunni … VERSLA!!!

Jamm stud hér og okkur langar ekkert heim strax enda er dálítid í heimferd ennthá … erum rétt hálfnud hér.

Hef ad vísu ekki fundid Harry Potter 7 ennthá en mun líta eftir henni í Santa Cruz. Ó JÁ!!

Jaeja bid ad heilsa í bili…

Sólakvedjur… Hafrún og co á Tenerife…

Read Full Post »

Og sú fyrsta sem við Siggi förum í síðan ég var ólétt af Hafsteini fórum þá í 5 daga til Costa Del Sol… Lengsta fríið okkar hingað til er vika upp í sumarbústað með mömmu og pabba. Ekki má misskilja þetta þau eru fín sko… En við þurfum fjölskyldufrí bara fyrir okkur. ;o) Ja Edda og Einar og stelpurnar fara nú samt með okkur en það er bara kúl. Þekkjum nú reyndar fleiri í flugvélinni líka.

Allavega reynið að sakna mín ekki of mikið næstu vikur … ég á eflaust ekki eftir að hugsa mikið um bloggið og svona á meðan ég er úti…

Skjáumst hress og kát í ágúst…

Með kveðju héðan…

Hafrún Ásta og co.

Read Full Post »

20 vikna sónar og sumarfrí

Jamm sónarinn er yfirstaðinn og það er staðfest að lítill stríðnispúki er á leiðinni setti yfirleitt hendina yfir það sem átti að skoða. En okkur tókst samt að kíkja í pakkann.

 

Og daman biður að heilsa … í bili. Ekki fengust betri myndir af henni þar sem hún lá á maganum og hafði engan áhuga á að snúa sér.

Svo á morgun er það bara Tenerife í 3 vikur og Nala fór á hótel líka Kattholt. Annars þarf maður orðið pössun fyrir íbúðina líka… Svona til að allt sé í lagi þegar maður kemur heim.

Hafrún Ásta sem verður ekki eina stelpan á heimilinu bráðum.

Read Full Post »

Klukk

Ok…ég var klukk-uð af henni Ernu minni og hérna eru því 8 staðreyndir um mig; ( ég ætla svo að klukka 8 aðra í framhaldinu… )

1. Ég er rétt yfir dvergamörkunum (er 154 cm)

2. Ég er ólétt og verð því orðin hnöttótt í enda meðgöngunar sökum hæðartregðu minnar. (ekki hægðatregðu)

3. Ég man ekki eftir að hafa átt ímyndaðan vin en ég lék við pabba minn þegar ég var lítil og lýsti honum vel (sem er eingöngu áhugavert fyrir þær sakir að hann dó áður en ég fæddist)

4. Ég er sporðdreki ( fædd 2.nóvember 1975 ) og já það passar mjög vel við mig… Er kanína í kínveskri stjörnuspá.

5. Mér er meinilla við köngulær. Allar stærðir… sama hversu litlar þær eru. Og það búa 4 fyrir utan opnanlega gluggann í stofunni minni.

6. Ég væri alveg til í að ferðast til Ástralíu og Hawaii. Einnig heillar Ítalía. Og hef aldrei komið til Danmerkur. Er ég ein um það?

7. Ég er Harry Potter & LOTR fan já já. Ekki að ég klæði mig í skikkju og hlaupi um með prik eða setji á mig álfaeyru. En ég elska þessar bækur og og myndir.

8. Hausinn á mér er yfirleitt fullur af algjörlega tilgangslausum fróðleik. Um til dæmis kvikmyndir og barnaefni í sjónvarpinu og slíkt sem í raun nýtist bara í Trivial Pursuit eða þegar aðrir foreldrar muna ekki hvað barnaefnið eða persónur þess heita.

9. Skal setja inn smá bónus á bara að vera 8. Ég er með Teflon minni þessa dagana held að barnið sé að sjúga í sig allt mitt minni og vit.

…þar hafið þið það krúttin mín…

Ég klukka svo; Dagbjörtu, Karen (Miss Ülrich)Sveinu, Lindu litluskvís, Sonju, Erlu Björk, Láru og Ásdísi.

 Hafrún Ásta kveður í bili.

Read Full Post »

Orðlaus

Já ég er orðlaus haha … En hver gerir svona??? Og þó barnið hafi ekki verið dópað þá var það laust og sat á gólfi bílsins og það á langri bílferð. OJ BARASTA ég græt þegar ég les svona fréttir.

http://www.liveleak.com/view?i=4f4_1184196758

http://www.visir.is/article/20070712/FRETTIR02/70712017

Hafrún Ásta sem má ekki sjá svona …

Read Full Post »

Harry Potter 5

Eins og með myndir yfir höfuð þær eru aldrei eins góðar og bækurnar sem þær eru gerðar eftir enda er þessi bók rúmar 700 bls. Mér fannst margt vanta inn í myndina og hefur oft fundist það en sem mynd var hún góð … Ég er bara sátt við hana þótt bókin sé eins og alltaf betri. Ef þú hefur ekki lesið bókina (bækurnar) þá áttu örugglega eftir að fíla hana mjög vel. En ég tek fram ég skemmti mér vel og þótt ég hafi þurft að sitja fremst í VIP og nánast liggja í stólnum þá var hún skemmtileg… Takk fyrir kvöldið Sveina.

Hafrún Ásta Potter sem nú bíður spennt eftir Harry Potter 7 (The Deathly Hollows)

P.S. tveir dagar í sumarfrí…

Read Full Post »

Older Posts »