Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for maí, 2007

Kveðja til Ástu Lovísu

asta.jpg

Sem er án efa ein sú besta og yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst. Styrkur þessarar stelpu var á við 5-6 fíla og hefur hún staðið ótrúlegustu hluti af sér. En krabbamein á þessu stigi gat hún ekki unnið. Maður vildi trúa því allt fram á síðustu stundu en svo tók þetta enda… Elsku Ásta Lovísa við áttum góðar stundir saman og hlógum mikið saman í okkar mörgu bíltúrum. Vá hvað við létum ofspila „I will survive“ á Gullinu í denn og dönsuðum svo eins og vitleysingar… Úff minningin um hundainniskóna með gleraugun og vindlana sem við gáfum hvor annarri í jólagjöf skjótast upp í hugann. mínir hétu Ásta Lovísa og þínir Hafrún Ásta hehe. Við kynntumst fyrir löngu síðan um 15 ára þótt við höfum ekki alltaf verið í miklu sambandi vorum við alltaf í einhverju sambandi og hafði það legið fullmikið í dvala og við bættum úr því en bara allt of seint. En alltaf vorum við samt vinkonur og það góðar vinkonur við gátum týnt upp þráðinn þar sem við lögðum hann niður síðast og kjaftað út í eitt, horft á „1o things i hate about you“ eða „Dirty Dancing“ og fengum aldrei leið á þeim. Úff og já gúffað í okkur nammi á meðan. Elsku Ásta Lovísa þú verður alltaf í hjarta mér og ég mun alltaf sakna þín.

Þú ert hetja og kenndir mér og svo mörgum öðrum svo margt um lífið, væntingar, vonina, trúna, gleðina, fyrirgefinguna og síðast en ekki síst vináttuna. Og svo margt annað. Ég veit að þú horfir niður til okkar með mömmu þinni og systir og passar upp á okkur, sérstaklega yndislegu börnin þín og fjölskylduna þína.  Ég er núna að verða búin að snýtipappír heimilisins hann liggur hér samankrumpaður í hrúgu við hliðina á mér á meðan ég reyni að koma þessu í orð.

Ég er í raun hissa á að ég hafi ekki þornað upp og að það komi alltaf fleiri tár.

Langar að leyfa uppáhaldsljóði Ástu Lovísu sem lýsir henni svo vel að fylgja hér með. Og einnig myndbandi um Ástu Lovísu sem sett hefur verið upp á youtube.

 Elsku Ásta Lovísa ég mun ALDREI ALDREI gleyma þér…

Hafrún Ásta

†Uppáhaldsljóð Ástu.

 

Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum,

Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta.

Ég er svo nærri, að hvert ykkar tár

Snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið.

En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug,

Sál mín lyftist upp í mót til ljóssins.

Verið glöð og þakklár fyrir allr sem lífið gefur

Og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar

Yfir lífinu…

 

Auglýsingar

Read Full Post »

Komin heim úr Akureryrarskreppi

Já við fórum til Akureyrar strax eftir vinnu á föstudaginn. Erna mín ég er ekkert í spreng lengur hehehe. Vorum hjá tengdó og eyddum laugardeginum með henni. Laugardagurinn var nú einmitt 6 ára brúðkaupsafmælið okkar. Nú svo fórum í matarboð til Gunna og Lindu. Þau eiga einmitt 3 stráka sem eru svo flottir og skemmtilegir strákar og þeim og gröllurunum okkar semur svona líka svakalega vel. Enda vilja Hafsteinn og Heiðmar Máni aldrei fara þaðan aftur. Hún Linda eldaði líka ofan í heila herdeild og við sem vorum að fara í fermingarveilsu þá kl. 18 en í mat til þeirra í hádeginu. Allavega við náðum nú að borða smá í fermingarveislunni hennar Sigfríðar Aldísar. Nú þar var einmitt ein lítil frænka mín sem er jafngömul Heiðmari Mána og hún er jafn pen og dömuleg og ég var á hennar aldri og ja er enn… Já gott fólk ef mamma náði að TROÐA mér í kjól þá fór ég í stígvél við og út að drullumalla í nógu stórum polli og það þótti tilefni til myndatöku ef ég var í kjól … Eins og ég segi einstaklega dömuleg og PEN.

Ef ég eignast einhvern tíma stelpu er ég viss umað hún verður svona DÖMULEG og PEN eins og ég…

Að lokum langar mig að biðja ykkur um að senda henni Ástu Lovísu góðar hugsanir, bænir og fallega strauma. Hún er nú að berjast til hins síðasta og það síðasta nálgast alltof hratt. Símtalið sem ég kvíði svo gæti komið í nótt eða strax í fyrramálið eða bara hvenær sem er.

Ykkar Hafrún Ásta sem er búin að taka aðeins of langa bloggpásu.

Read Full Post »

Þegar maður getur ekki gert eitthvað.

Hefur maður aldrei eins mikla þörf fyrir að gera það. Siggi tók klósettið frá og er að laga eitthvað og þrífa bakvið það og ég hef svo svaðalega þörf fyrir að pissa akkúrat núna……… Spurning um að fara aftur á efri hæðina í barnaafmælið og fá að pissa hehe. Úps varla held í mér aðeins lengur vonandi ekki of lengi samt.  

Hafrún Ásta sem er í spreng

Read Full Post »

Vinsæll dagur 17.maí

Já þetta er vinsæll dagur… sérstaklega til að eiga afmæli á. Svo Afi heitin til hamingju með daginn og Kristín Ósk til hamingju einnig. Svo var þetta brúðkaupsdagur Sibbu systir og Róberts svo elsku krúttin mín til hamingju með daginn.

Knús og knossar öll …

Í gær var vorgleði hjá okkur í vinnunni, það var enginn mega mæting en við sem mættum skemmtum okkur vel. Tveir leikir í keilu var ekki neðst í hvorugum í kringum miðju bara, svo fór ég í þythokkí og vann 2 jibbý og eitt jafntefli. Fór svo í svona slagsmálatölvuleik í svona spilakassa og spilaði við Sólmund vann fyrstu lotu tapaði seinni, þegar Sólmundur var búin að læra á takkana. Svo þurfti maður að kíkja á poolið og datt inn á leik hjá jóni Inga og Stefáni Steinsen. Stebbi var að vinna en ég spurði hann í gríni þegar hann var að gera hvort ég ætti að flassa hann og hann var örlítið í glasi svo hann endaði á að tapa ÚPS maður á ekki að vera svona mikið kvikyndi. (Borgaði honum til baka með því að skutla honum heim). Svo spilaði ég Pool við Reyni vann fyrsta leikinn en tapaði seinni. Er nú bara sæmileg í Pool held ég bara. Bara spurning um að læra reglurnar betur. Híhí!!! Át yfir mig af ruslfæði laukhringjum, frönskum, pítsum, kjúklinganöggum og slíku sem agt allt djúpsteikt nema pítsurnar. Skemmti mér vel og hinar tvær stelpurnar í (voru 4 seinast því Steinunn bætist í hópinn) með öllum strákunum, tóta, Kidda kokk, tölvudeildinni og hluta bókhaldsins. Alveg hellingur hefðu samt mátt vera fleiri. En þetta var stuð og ég kom ekki heim fyrr en um miðnætti hin skutust í bæinn.

Nú er ég bara að slæpast hérna heima. Er að vísu búin að vígja saumavélina sem ég fékk í jólagjöf ekki seinna vænna. Var að sikk sakka efnin sem ég er að sauma í. Svo fer ég kannski með strákana á McDonalds á eftir ef þeir taka til í herbergjunum sínum ;o) sem þeir eru einmitt að myndast við núna.

Bless í bili ykkar Hafrún Ásta

Read Full Post »

búin að vera dugleg bara

Ja allavega að sauma gerði redworkið og sendi það.

img_0112.jpg

img_0113.jpg

kortogredwork3.jpg

Svo saumaði ég mæðradagskort handa mömmu

img_0103.jpg

Alltaf nóg að gera í saumaskapnum …

Read Full Post »

Redworkið er búið

Mundi sýna ykkur mynd af því ef viðtakandinn gæti ekki slysast hér inn og hún má ekki sjá það áður en það berst enda er það hluti af leiknum. Er að dúllast við að gera kort núna bara …

Hafrún Ásta handavinnubrjálæðingur.

Read Full Post »

Fékk slæmar fréttir og treysti mér ekki til að taka um það án þess að Nóaflóðið hefjist aftur. Mun eflaust segja ykkr frá því þegar ég treysti mér til en þangað til. I’ll be back

 Hafrún Ásta sem hvetur ykkur til að fara á síðuna hennar Ástu Lovísu og lesa ykkur til sjálf ef þið getið ekki beðið.

Read Full Post »

Older Posts »