Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for apríl, 2007

Svei mér þá…

Ef maður er ekki duglegur að hafa samband við gamla vini og hitta vini sem maður hittir alls ekki nógu oft þessa dagana. Í þessari viku fór ég í keilu með Ernu minni.

Svo fórum við til Völu og Fúsa í mat í dag og knúsuðum Jón Hjört og hittum Kolbrúnu Ýr sem hefur heldur betur stækkað enda á hún að fermast á næsta ári. Fengum voða góðan mexíkóskan mat og það er bara alltof langt síðan við hittum þau. Hefur eitthvað ekki virkað eftir að við fluttum úr Gaukshólunum. Við vorum svo dugleg að labba á milli hæða. Mér finnst alveg synd að ég hafi ekki náð að kynnast Jóni Hirti og Heiðmar Máni þeim betur. En ég sagði að nú biðum við þeim næst og það yrði vonandi ekki svona langt þar til næst. Enda er Vala að fara að útskrifast og þá er meiri tími til að hittast og kjafta. Takk fyrir okkur Vala og Fúsi.

Svo er ég að fara með Karen í bíó í kvöld. Jamm mín heldur betur dugleg að rækta vinina í augnablikinu.

Hafrún Ásta vinaræktari.

Auglýsingar

Read Full Post »

drullastu til að blogga…

Já svo sagði hún Erna mín við mig eftir að hafa boðið mér í keilu og ruslfæði í kvöld. Verst er að ég hef svo sem ekki neitt að blogga um. Lífið gengur sinn vanagang og þó ég skemmti mér bara vel í keilu og það var ofboðslega gaman að hitta loksins Ernu sem ég hitti alls ekki nógu oft. Hún Erna er líka þvílík perla sem mætti vel hugsa eins vel um sjálfa sig og hún gerir alla aðra. Já og til hamingju Jói með gullið í Kata og Erna með sigurinn í keilunni og titilinn keiludrottning Pennans.

 Hafrún Ásta kveður enda hef ég ekki neitt merkilegt að segja.

Read Full Post »

Frábær og upptekin helgi

Það var æði að hitta Sibbu og Róbert DaShaun um helgina. Enda með eindæmum frábært fólk. Svo átti litli bro afmæli 23 ára og ég sem er réttum 25 ennþá. Hehehe!!! Hafsteinn er kominn með lausa tönn loksins finnst honum. Spenntur fyrir hversu mikið tannálfurinn kemur með og tönnin ekki einu sinni dottin. Fórum einnig um helgina og keyptum strigaskó á Hafstein Vilbergs og Heiðmar Mána sem eru alveg alsælir með nýju strigaskóna. Voru þó hálf fúlir yfir að fá ekki að fara í þeim í skólann í dag því það var spáð rigningu sem hefur svo ekki skilað sér. Enda svekkjandi að fá nýja skó og mega svo ekki fara í þeim í skólann. Hér er svo ekki hægt að kaupa bara einhverja skó því báðir eru drengirnir með innlegg og skakka hæla og þarf að kaupa skó með það í huga.

 Allavega smá blogg komið hef í raun ekki mikið að segja.

Read Full Post »

Gleðilegt sumar

og takk fyrir veturinn og öll hin árin sem eru liðin. Það er víst ekki svo sjálfsagt að þau líði endalaust. Maður þarf að þakka fyrir hvern morgunn sem maður vaknar þreyttur og langar að sofa lengur. En góðu fréttirnar eru þær að Sibba systir er að koma heim um helgina kemur á laugardag og fer á mánudag áfram til Noregs en við fáum hana í smá heimsókn og Róbert Dashaun líka. ÆÐISLEGT

Read Full Post »

Ég lofaði víst nýrri færslu

En hef ekki hugmynd hvað ég á að skrifa er bara nóg að gera í vinnunni og heima en ekkert svo merkilegt að maður bloggi um það.  Æji greyin mín ég verð að láta mér detta eitthvað skárra í hug. Í kvöld á bara að slaka á og glápa Eurovision þáttinn það er allt hluti af Eurovision.

 Hafrún Ásta kveður í bili þar til mér dettur eitthvað skárra í hug.

Read Full Post »

jæja loksins myndir af saumadótinu.

Ég lofaði að setja þessar inn svo þið sem hafið ekki áhuga á því sleppið bara þessum pósti.

img_0105.jpg project box fyrir hverja mynd fyrir sig. Keypti þrjú svona er með miklu fleiri myndir í gangi.

img_0107.jpgEfnið myndin, garnið og perlurnar í hana. Þessi er svo geðveik. Hún heitir Enchanted Fairy frá Passion Riacamo

Smá silki garn.img_0108.jpg  img_0128.jpg

img_0111.jpg img_0109.jpgCeltic Autumn pakki með öllu nema munstrinu. Þetta eru breyttir litir frá því upprunalega.

img_0115.jpg img_0116.jpg Keypti bækur og blöð

img_0117.jpg Einnig vildu koma með mér heim fleiri svona varigated litir.

img_0120.jpg img_0121.jpg Já og svo einn pakki af Adia The Garden Fairy með öllu nema munstri eins gott að ég á það til.

img_0125.jpg Svo keypti ég garn í drekana mína það sem upp á vantaði

img_0124.jpg Og í þessa mynd  þó ég eigi ekki munstrið en ég mun eignast það. Þetta munstur er frá Passion Ricamo eins og Enchanted Fairy.

img_0132.jpg Svo þessa tvo ramma í sitthvorri stærðinni.

img_0122.jpg og þetta dásamlega gervisilki sem er svo mjúkt.

img_0139.jpg img_0142.jpg img_0143.jpg Og svo helling af smá dóti

img_0133.jpg img_0134.jpg img_0135.jpg Efni  nóg af efnum.

img_0136.jpg  Föndurpenni þarf eiginlega að sína ykkur hvernig hann virkar.

 img_0138.jpg Sebrabókamerki

 Já og þessa mynd frá Michael Powell sem hann á eftir að senda mér með evenweave efni vildi fá það þannig.

held að þetta sé allt sem ég keypti nema það sem ég keypti fyrir aðra jú segulkisuna mína sem ég tók ekki mynd af en set inn seinna.

Hafrún Ásta sem hefur verið myndasjúk undanfarið.

Read Full Post »

1.apríl 2007

Í dag á afi minn afmæli og hann er 95 ára. Þessi afi minn er rúmfastur en tilkynnti það að hann yrði fjarverandi á afmælinu sínu svo hann tæki ekki við gestum. Já hann er fyndin gaur enda fæddur 1. apríl. hehehe En ég ætla nú samt að kíkja á karlinn.

Hafrún Ásta sem hljóp 1. apríl nývöknuð og vissi samt hvaða dagur var því ég lagði mig aftur þegar Siggi vaknaði. En heilinn þarf smá tíma til að vakna þegar ég skríð fram úr. En ég hljóp ekki beint 1. apríl ég hringdi 1. apríl.

Read Full Post »

Older Posts »