Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for mars, 2007

Londonferðin var success

þetta var rosalega vel heppnuð ferð og margar myndir teknar og
vídeó líka til að sýna í næsta hitting.

Tala nú ekki um allt dótið og að Micheal Powell hefur áhuga á að koma til
Íslands og talaði um það að þessi saumaklúbbur væri sennilega hans stærsti
viðskiptavinur allavega besti … Svo skemmtilega vildi til að hann heilsaði
mér að fyrra bragði og sagðist muna eftir mér frá því í fyrra. Enn fyndara var
að 2 aðrir; sá sem seldi mér lampana og standinn í fyrra og lampann í ár. Einnig
þekkti maður sem seldi efnin mig og heilsaði mér með virtum hehe. Já svei mér þá
ef þetta var ekki bara gaman. Svo núna eiga Jóna, Ásta, Ágústa og Aiste hjá mér
dót … já og Guðbjörg svona nála þræðara. ekki eins og minn en samt ekki svona
sem skemmist strax. Það eina sem ég sé eftir að hafa ekki keypt er núddpúðinn
sem er hægt að færa og nota á alla hluta líkamans hvílík snilld en farangurinn
var víst orðin nægur hehe.

Ég keypti alveg helling og missti mig í nokkrum básum þá sérstaklega Mirabillia
og L&L básnum. Áttu þá ekki munstrið sem mig langaði í?

Takk fyrir frábæra helgi stelpur… allar 6 …

Gæti skrifað svo miklu meira um þessa helgi en er þetta ekki orðið gott í bili
svona í vinnunni.

Skrifa meira í kvöld eða á morgun og bæti við myndum.

Hafrún Ásta kveður.

P.S. I fart in you general direction.

Auglýsingar

Read Full Post »

London Baby

Já það er komið að því í fyrramálið förum við til London. Og þetta verður svo skemmtilegt. Því miður fækkaði í hópnum en það urðu næstum 2 færri. Í gær bættist næstum ein við og svo er einni færri í dag svona er þetta skrýtið. En hey góða skapinu hefur verið pakkað en engu öðru ennþá en það verður gert í kvöld og ég verð ready upp á völl klukkan 6 í fyrramálið. Mun auðveldara í svona tilefni en til að fara í ræktina á þessum tíma.

 Hafrún Ásta Londonfari

Read Full Post »

Saumapóstur

Já kannski ekki allir sem hafa áhuga á því. En ég saumaði fermingarkort og er að sauma annað núna það er bara gaman og miklu skemmtilegra svona. Sérstaklega ef maður setur rétta liti á hár og fatnað og skó. Þá verður það enn persónulegra.

Fermingarkort

einnig hef ég verið að leika mér pínu með einn yfir einn það er einn þráð yfir eitt gat í stað tveggja í svona efni. Glöggt má sjá hversu lítil hún er því fingurinn á mér er með á myndinni.

saumaengill

Jæja í gær fórum við svo á árshátíð Kaupás og hef ég engar myndir þaðan en við skemmtum okkur bara ljómandi vel. Svo kíktum við inn hérna í götunni í 30. afmæli á leiðinni heim. Alltaf passlega sein þangað það virðist allt gerast hjá okkur og Önnu og Stebba á sama tíma. En til hamingju  með afmælið Stebbi minn.

En ég hef svo ekki mikið að segja núna en jú ég er að fara til London á fimmtudagsmorgunin á handavinnusýningu og svo förum við á West End á leikskýningu og alles svaka stuð á gellunum.

Hafrún Ásta kveður og fer að lesa Bubba Byggir fyrir Heiðmar Mána sem er á leiðinni í rúmið.

Read Full Post »

Bloggleti eða hvað!!

Já hef verið með pínu bloggleti undanfarið. Enda hafa 3 pestir komið upp á heimilinu og Heiðmar Máni fengið þær allar. Hafsteinn Vilbergs eina og Siggi eina. Ég slapp fyrir utan svona hausverk og slappleika. Annars er nú lítið að frétta en ég held ég hafi ekki sagt ykkur öllum að Heiðmar Máni er orðinn alveg bleiulaus. Hann sagði bara ég vil hana ekki lengur (sjálfur við vorum búin að reyna allt). hann er því hvorki með bleiu á daginn né á nóttinni núna og hefur ekki pissað undir einu sinni. Hann hefur einnig tekið upp á því að fara loksins upp úr rimlarúminu á morgnana og skríða upp í til mömmu. Sem er bara krúttlegt á meðan það er ekki á nóttinni.

Hafsteinn Vilbergs er mjög glaður þessa dagana enda er Alexander Leó besti vinur hans fluttur í hverfið og hann getur labbað yfir til hans og gerir það óspart. Heyri oft má ég labba yfir og fer alla leið að skólanum til þriðja vinarins. Mér finnst nú rosalega skrýtið að hann sé orðin svona stór… En hann hefur lítið verið heima undanfarið þótt ekki hafi veðrið verið neitt æði.

Svo er ég bara að sauma þegar ég hef tíma til og að lesa. Alltaf nóg að gera þegar maður er ekki að vinna eða lesa fyrir börnin eða eitthvað slíkt. Sigrún og Ari Jón ætla að kíkja í mat í kvöld í lambalæri með öllu og svo er bara afslöppun í kvöld.

 Hafrún Ásta kveður í bili og biðst afsökunar á að hafa ekkert merkilegra að segja.

Read Full Post »

Það er ekkert grín…

…að vera svín og vera étin á jólunum. Já Heiðmar Máni ældi aftur í nótt og út um allt rúm og svo byrjaði Siggi í gærkvöldi líka. Og við sem færðum matarboðið sem átti að vera á föstudaginn til sunnudags verðum sennilega að færa það um eina viku og vona að þetta verði gengið yfir þá. Þessum veikindum má alveg fara að linna. Annars er lífið bara að ganga sinn vanagang. Nóg að gera allas staðar og það virðist sem ekki séu nógu margir klukkutímar í sólarhringnum.  Kannast einhver við þetta? Hí hí

Hvað er málið með veðrið þessa daga í gær var 7°C en nú snjóar svona er þetta búið að vera í meira en mánuð furðuveður … Eða er þetta svona týpískt íslenskt veðurfar.

Jæja hef svo sem ekki neitt að segja svo ég segi bara farið vel með hvert annað.

Hafrún Ásta

Read Full Post »

Já já

Ég er hérna ennþá. Hef bara verið ótrúlega upptekin undanfarið er að sauma tening sem ég gef 15. mars. Hann er geggjaður finnst mér tími varla að gefa hann.  Svo var Heiðmar Máni lasinn í eina og hálfa viku. Svo þegar hann var loksins orðin góður.  Leið um vika og nú þurfti ég að sækja hann í leiksskólann því hann var búinn að æla. Strákgreyið held að yfirmaðurinn minn hafi pínu áhyggjur ekki af vinnunni ég get tekið hana með mér heim. Nei af heilsu stráksins. Þetta er nú vonandi búið eftir þetta. Við sem áttum að vera með matarboð í kvöld en við færðum það til sunnudags. Á morgun er svo afmæli (tvö hjá Hafsteini reyndar) og svo matarboð. Sjáum hvernig Heiðmar Máni verður.

Annars er bara stuð á dömunni. Er að fara til London nú í mars. Einnig ætlum við öll 4 til Tenerife í sumar. Hlakka svo til þess.

Hafrún Ásta yfir og út.

Read Full Post »