Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for febrúar, 2007

helgarferð í sumósaumó & Gallup

Fór um helgina með saumaklúbbnum í sumarbústað og við elduðum mexíkóska kjötsúpu sem var frekar sterk og minnkaði flest kvef fyrir vikið. Við elduðum líka lambalæri og saumuðum út í eitt á náttfötunum sem var alveg frábært. Og ég kom heim til strákanna minna og fékk blóm og alles.

Heiðmar Máni virðist hafa nælt sér í einhverja pest og er búin að vera með hita síðan á fimmtudaginn. Var sæmilegur í gærkvöldi og í morgun en rauk svo aftur upp. Ég verð því heima á morgun með Heiðmar Mána. Hann sem á að fara til tannlæknis að taka tönnina á morgun. Svo fer kötturinn til dýralæknis á miðvikudag var ekki laust fyrr en hún er búin að vera eins og ljón með tannpínu síðan á föstudaginn og breimar alveg svakalega.

Fékk mér 2 bollur í vinnunni go bauð svo mömmu, pabba, Halldóri stóra bró og Ara Má „litla bró“ í steiktar kjötbollur sósu og kartöflur. Á morgun er það Saltkjöt og baunir nammi namm. En áðan hringdi Sjóvá í mig og Hafsteinn svaraði og þurfti maðurinn að svara spurning hans eins og; „hver er þetta?“, „Ha ertu í sjónvarpinu?“, „Nú hvað ertu kallaður?“ og þannig svo fékk ég símann og hann byrjaði á því að kalla mig þorgerði (mistök eitt ef þú mannst ekki nafnið mitt nenni ég ekki að tala við þig, né þá kaupa eitthvað af þér). Síðan varð Heiðmar Máni fúll því ég skellti á og hann var ekki búinn að tala líka. Svo í gríni hringdi ég til baka og rétti honum símann og átti ekki von á að það yrði svarað. En þegar ég heyri halló ég er lasin. Þá sagði ég segðu nú bæ og tók símann svo og skellti á án þess að ræða við þennan sölumann trygginga. Hehehe en hann hringir sennilega ekki aftur hingað á næstunni.  Svo þegar síminn hringdi næst hefði ég betur leyft Hafsteini að svara því það var Gallup mætti halda að það væri böggið Hafrúnu kvöld. Ég sagði strax nei takk og hún hélt áfram svo ég sagði „ég ætti kannski að leyfa þér að tala við son minn líka eins og Sjóva“ og hún gekk í gildruna og sagði „ha?“ svo ég svaraði „já ég nennti ekki að tala við þá heldur“ og hún gafst ekki upp og sagði má ég hringja þegar betur stendur á“ hún má eiga það að hún er góð í sinni vinnu. En ég svaraði „Nei takk ég hef eki áhuga á að svara“.

Held ég haldi mig við þessa aðferð á Gallup hehe.

Var heima með veikan Hafstein síðasta öskudag sennilega svo Heiðmar Mána í ár.

Hafrún Ásta sem er búin að opna heimasíðu strákanna aftur svo endilega ýtið á eitthvern linkanna, sem nöfni þeirra eru, til að komast á hana.

Auglýsingar

Read Full Post »

rautt ljós – grænt ljós.

Það er svo fyndið að ef maður vill lenda á rauðu ljósi þá færðu alltaf grænt. Málið var að ég var að keyra frá henni Ernu minni sem býr vestur í bæ og heim í Grafarvoginn … Nú það var eitthvað svo leiðinlegt útvarpið og ég hugsaði ok set bara disk í á næsta rauða ljósi. Fyrsta rauða ljósið sem ég lenti á var við Esso stöðina í Grafarvogi og þá voru ein önnur ljós eftir og fékk ég rautt þar líka en þá tók því ekki að skipta og ég var hætt að vonast eftir rauðu og fékk því rautt. hehe. Svona er lífið skrýtið.

 Hafrún Ásta skrýtin í dag. OK skrýtnari komin sumarbústaðaeftirvænting í dömuna (OK er engin dama en þið skiljið mig)

Read Full Post »

Nýtt saumadót

Sjáið þið nýja flotta saumadótið mitt.

oldcolonial-tapemeasure150.gifÞetta er saumað og sett utan um málband.

oldcolonial-wildflowerscissorcase150.gifÞetta útskýrir sig sjálft.

Nú er bara að sauma þetta og setja það saman í svona hluti.

Hafrún Ásta vonandi sjást myndirnar núna.

Read Full Post »

Til hamingju Hafsteinn pabbi

Með afmælið hann hefði orðið 63 ára í dag hefði hann lifað.

Kerti fyrir pabbaHafsteinn pabbi

Í dag vil ég bara minnast hans skrifa annað seinna.

Hafrún Ásta sem man því miður ekki eftir honum þar sem hann lést áður en ég fæddist en ég er svo heppinn að eiga besta pabba (Gunnar Már) í heimi sem hefur alið mig upp frá því að ég man eftir mér.

Takk báðir tveir án ykkar væri ég ekki ég. Jú og ekki án mömmu.

Read Full Post »

Loksins blogg aftur varúð mont…

Já já eftir aðeins of langa pásu. Margt hefur gerst. Hafsteinn fékk fyrstu einkunnirnar og til að fá hæstu einkunn í lestri í 6 ára bekk þurfa börn að geta lesið 30 atkvæði á mínútu Hafsteinn las 60 og svo var stærðfræðipróf með 43 dæmum og Hafsteinn svaraði 42 rétt og gerði klaufavillu í einu sagði kennarinn. Fljótvirknisvillu sagði kennarinn sem er nákvæmlega Hafsteinn hann er alltaf að flýta sér með svona en ef þú biður hann að flýta sér á morgnana. Þá fer hann í bakkgír.

Heiðmar Máni þarf að fara aftur til tannlæknis og láta taka aðra framtönnina sem er grá svo hún skemmi ekki rótina. Ég ákvað að segja honum að það ætti að gera þetta og hann sagði alsæll já eins og Angela hún er með eina tönn (meinar eina framtönn). Hann er nú svo grallaralegur fyrir að þetta mun eflaust bara fara honum vel næst 2-3 árin.  Set inn mynd þegar það er búið.

Næstu helgi fer ég í sumarbústað með saumaklúbbnum og það er frábær helgi full af hlátri, saumaskap, góðum mat, pottast og síðast en ekki síst frábærum félagsskap. Svo fer að líða að árshátíð Kaupáss. Á morgun er Byko árshátíðin en ég kaus að fara bara á aðra og valdi þá seinni helgina eftir hana eða 22.-25. mars fer ég með nokkrum stelpum úr saumaklúbbnum til London. Tilgangur ferðarinnar er að fara á handavinnu og saumasýningu. Einnig ætlum við 3 að fara á Monty Phyton sýningu á West End og svo Sightseeing með Ásdís sem bjó í London.

Já það virðist alltaf vera nóg að gera hjá manni og ekki minna í vinnunni.

Hafrún Ásta skrifa meira þegar mér dettur meira í hug.

Read Full Post »