Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for desember, 2006

Íslendingur ársins!

Er í mínum huga hún Ásta Lovísa hetjan mín.

sjá þetta viðtal við hana úr Ísland í bítið í morgun (28.12 ’06)

Ef það virkar ekki þá hér

Margfald húrra fyrir Ástu Lovísu

Hafrún Ásta sem er stolt yfir að eiga svona dásamlega vinkonu

Auglýsingar

Read Full Post »

Gleðileg jól…

og farsælt komandi ár kæru vinir, kunningjar, ættingjar og aðrir lesendur. Vá ég hef ekki bloggað síðan 14 desember. Enda var mjög mikið að gera. Svo komu þorláksmessa og ég naut þess að dúllast við að búa til ís og rauðkál sem bæði heppnaðist ágætlega alveg. Í gær var svo eldaður góður matur og við fengum góðan gest í heimsókn. Það var hún Sylvía frá Póllandi því hún var ein yfir jólin og slíkt má ekki.  Hún upplifði nú pínu öðruvísi jól því í Póllandi er borðaður fiskur á aðfangadag. Og einnig fannst henni pakkarnir margir og stórir og held henni hafi verið allri lokið þegar kötturinn fékk tvo pakka. hehe. Það má engin fara í jólaköttinn. Hún fór svo sátt heim með konfektkassa og fullan maga af mat.

Hér fengu allir nóg af pökkum og voru glaðir með það. Strákarnir fengu alveg helling og höfðu nú alveg svakalega gaman af því. Frúin fékk forláta hárblásara og saumavél frá sínum ektamanni og er alveg alsæl. Nú er bara að prófa sig áfram og læra á gripina báða hehe.

 Allavega loksins búin að blogga.

 Gleðilega jól krúttin mín nær og fjær.

Hafrún Ásta og fjölskylda.

Read Full Post »

Brjálað að gera.

Hafsteinn passar sig vel á að fá ekki kartöflu. Svo fyrsta kvöldið sem jólasveinninn mætti fer hann upp í rúm rétt fyrir kl.20. Vegna þess að Siggi sagði honum að jólasveinninn væri farin að labba hringinn um það leyti. Tíu mínútum seinna kemur hann fram og segir „Pabbi ég er búin að sofa smá og ég kíkti í skóinn og hann er ekki búin að setja neitt í hann.“ Siggi sagði honum að hann kíkti bara svona fyrst og svo kæmi hann seinna um kvöldið með í skóinn. Siggi labbar með Hafstein inn í rúm og spyr viltu horfa á eitthvað á meðan þú ert að sofna. Svar Hafsteins var „Ertu brjálaður maður, þá fæ ég ekkert í skóinn?“ He he Einn að byrja á gelgjunni.

Heiðmar Máni er nú ekki alveg eins að fatta þetta en hann er 3 ára síðan í lok september og er enn ekki farin að fara upp úr rúminu sínu án leyfis en hefur farið sjálfur ofan í það. Spurning um að setja hann bara í stærra rúm. Hafsteinn fór upp úr þessu rúmi um 1 og 1/2 árs.

Annars gengur upp og ofan að ná af Heiðmari Mána bleiunni hann vill ekki hafa hana en hann pissar suma daga margoft í buxurnar og klárar skammtinn af aukafötunum í leikskólanum … og pissar aftur þegar hann kemur heim eða kúkar í buxurnar.

Vinnan tekur sinn toll og ég sé fram á að sofa í jólamatnum … Nei vonandi ekki.

Ég vona að strákarnir og ég fáum nógan tíma ennþá saman er að fá samviskubit á að vinna svona mikið.

Hafrún Ásta of upptekna.

Read Full Post »

Helgin

Rosa fjör og fínt veður var spáð rigningu en það var þurrt þar til við fórum
heim. Verslaði mig silly keypti aukatösku (stóra) og troðfyllti hana líka. Það
eru sumar búðir þarna úti sem fötin kosta sama og ekkert í. Barnafötin á
hlægilegu verði úlpur og alles. Fann enga kross-saumsbúð enda ekki gaman að
leita slíkt uppi þegar fólkið sem er með manni hefur engan áhuga á slíku.
Fengum geðveikt gott að borða á laugardeginum besti kínverski veitingastaður í heimi held ég bara.

Svo var spáð rigningu alla helgina en það hékk þurrt og fínt en það var nú
lúmskt kalt eftir að sólin settist. Og að horfa á heimamenn í svo stuttum
kjólum og engum jökkum ég hefði frosið en svona voru flestir bara á skyrtunum
eða mjög stuttum kjólum. Hvern er ég að reyna að plata ég keypti mér alveg gommu. Vissuð þið að það er til hauskúpubikiní hehe ég keypti þannig.

Komum svo heim og ekki versnaði helgin. Um kvöldið fengum við gesti mömmu og pabba, en þau komu ekki ein því með þeim voru Dóri bróðir, Vanessa (Wai Kuen) og Bára Ying alla leið frá Malasíu. Jibbý og þau verða yfir jólin. Ekki galið það.

Sem sagt fín helgi og ég nýkomin úr gymminu tók 20 mín á göngubrettinu, 20 mín á skíðavélinni, 20 mín á hjólinu og svo tvisvar 20 mín aftur á göngubrettinu. Það var einhver aukakraftur í mér í kvöld og ég labbaði og labbaði. Dugnaðurinn í manni. Ég sem er venjulega svo löt jafnvel þó ég mæti og hreyfi mig er það ekki með þessum árangri.

Með kveðju Hafrún Ásta … yfirverslari…

Update samkvæmt beiðni en ég tek fram að þessi mynd er tekinn á símann minn.

sjóræningi

Hafrún Ásta sjóræningi

Read Full Post »

Glasgow og Ofurhetjukraftar

Já Erna mín ég veit ég mætti vel vera duglegri hér. En það er bara búið að vera svo mikið að gera hjá mér undanfarið. En það er planið að slaka á og versla sig silly í Glasgow um helgina. Vinnan hans Sigga býður flug, hótel og út að borða á laugardagskvöldið. Og það á að fara á geðveikan veitingastað með kínverskan mat sem er ofboðslega góður hann var það allavega 2002. Þegar við fórum þangað þá.

Hún Erna kom með þá hugmynd að ég talaði um hvernig ofurhetja ég gæti verið og með hvaða krafta og svoleiðis. Ég hef virkilega þurft að hugsa mig um hvað þetta varðar. Ég held ég yrði ekki mjög góð ofurhetja en ef ég yrði að finna alvöru kraft yrði ég ofurmorgunhressa gellan (NOT) Siggi mundi hlægja sig máttlausan ef hann sæi mig skrifa það. Ekki sú hressasta á morgnanna. Yfirmaðurinn minn kallar mig skriðdreka svo ég mundi gera það Skriðdrekinn og kraftar mínar mundu felast í svo miklum sannfæringarkrafti og visku að það væri eins og ég ýtti vandamálum á undan mér með þunga skriðdreka (eða passar ýta betur í það). Allavega Erna ég held ég sé að klúðra þessum pósti.

 Hafsteinn var að koma heim af fyrsta skólaballinu sínu og hann borgaði sig inn 500 kr. en svo var sjoppa þar og ég vissi það ekkert svo hann var ekki með pening í slíkt. En hann virðist samt hafa skemmt sér vel.

 Hafrún Ásta Glasgowfari allavega í fyrramálið.

Read Full Post »

Upptekin helgi

mjög svo upptekin á laugardaginn var sko farið upp í skóla um 10:30 og byrjað að undirbúa jólaföndur Engjaskóla.(punktur bara fyrir Sveinu) Svo var ég í aðstoð til 12:30 þótt ekki hafi verið mikið að gera svona til að byrja með. Ég var í jólakortunum þar sem notaðir voru hitarar og stimplar. Ágætt en veit ekki hvort ég hefði þolinmæði í að gera öll mín 60 þannig.

Nú var brunað beint upp í Krummó til mömmu og pabba í laufabrauðið. Þar voru Anna og Jón Fannar komin með stelpurnar. Síðan kom Sigríður Ósk og svo Frændi (já frændi hann hefur alltaf verið kallaður það), Stella, Jón Kristján og Louisa kærastan hans. við skemmtum okkur vel að skera, steikja pressa og smakka. Allir fóru heim með nóg laufabrauð og enn í góðu skapi.

Nú eftir ansi brjálaða viku í vinnunni var ég frekar þreytt eftir þennan dag. En fjörið var ekki búið enn morguninn eftir var mín mætt upp í leikskóla klukkan 10. Jú skreyta piparkökur og ég í foreldrafélaginu. Svo hræra flórsykur og vatn og setja matarlit út í og á brúsa. Er með blöðru til að sanna mál mitt.

Þegar búið var svo að ganga frá eftir vel heppnaðar piparkökuskreytingar. Átti nú að fara í jólahreingerninguna en fara fyrst að versla. Ég ætlaði að taka Heiðmar Mána með mér svo Siggi gæti byrjað að þrífa og svo kæmi ég að hjálpa. En Sigrún hringdi og plataði mig í aðeins lengri búðarferð en plönuð hafði verið. Fyrst í Blómaval, svo Habitat, svo inn í Garðabæ að ná í Ara jón og skutla honum. Þá var haldið í Byko og þaðan í Garðheima. Úr þessum búðum fékkst efni í mjög einfaldan og krúttlegan krans og svo sería í stofugluggann. Og Sigrún keypti annað eins. Jú ég fékk líka matreiðslubók sem ég hef verið að leita að í Garðheimum. Já Garðheimum þetta er indversk (á ensku) en indverskur matur svo girnileg og ég hef smakkað tvo rétti úr henni nammi namm.

Nú ekki má gleyma að versla í matinn svo beint í Krónuna Mosó og verslað það sem vantaði í kjúklingalasagne var með matargesti. Þetta tók allt svo langan tíma að við borðuðum klukkan 20.

Siggi þessi elska þreif sem sagt einn en hann þrífur hvort eð er betur, þegar ég er ekki að snúast í hringi um sjálfa mig og þvælast fyrir.

*KnÚs* handa Sigga.

Hafrún sem er núna ofurþreytt.

Read Full Post »

Það var…Rosalega gaman

Rosalega gaman Í gær músikin byrjaði um 20:20 með Á móti sól sem voru bara hressir og svo tók við Josh Logan með 4 frumsamin lög þetta var lægð tónleikanna en kannski ekki slæmt bara passaði illa við svona tónleika en svo tók smá Magni og Josh við og svo kom Húsbandið og svo þau sem flytjendur til skiptis og stemmingin var svaðaleg ég veit ekki hvernig stemmingin verður í kvöld hjá þeim en í gær var alveg rosalegt fjör sem ekki linnti fyrr en um rúmlega 12 á miðnætti og við fórum mjög sátt heim og þetta var vel peninganna virði.

 Hér má sjá Storm Large á You tube í höllinni í gær

http://www.youtube.com/watch?v=DAnYcoqiE7c

http://www.youtube.com/watch?v=2B84QrauLuo&mode=related&search=

Hafrún Ásta sátt og glöð

Read Full Post »