Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for nóvember, 2006

Tónleikar

Jamm við hjónakornin ætlum á Rockstar tónleika … Þetta verður æði Húsbandið, Magni, Toby, Storm, Dilana og Josh og svo mögulega leynigestur …  vonandi Jason Newstead en kannski Ryan Star. Hver veit en það verður magnað fjör skrifa meira eftir tónleikana.

 Hafrún Ásta alltaf á fullu … í vinnunni er brjálað að gera, svo kemur maður heim og þar er ekkert minna að gera. Bara öðruvísi

Auglýsingar

Read Full Post »

Hvernig er það?

Kæru vinir hafið þið ekki ratað hingað ennþá? Eða er ég að mestu að tala við sjálfa mig hérna.

Væri gott að vita hvort þið hafið ratað yfir. Svo ég sé ekki að bulla fyrir mig eina og jú Ernu og MD !!

Annars er heilmikil vinna í gangi núna. Það fylgir því mikil vinna að skipta yfir í innkaupastjórn svo ekki sé minnst á að læra að gera nýja hluti og fylgjast með að allt sé eins og það á að vera.

Hef verið frekar þreytt undanfarið …

Hafrún Ásta þreytta en þetta hlýtur að venjast kannski ekki besti mánuðurinn til að byrja í svona…

Read Full Post »

Borat

Jamm við hjónakornin ætluðum með Sveinu og Leifi á Bond 007 – Casino Royale. En það var uppselt fólk greinilega farið að nýta sér að versla miða á netinu. Svo við fórum á Borat og jú hún er fyndin á köflum en ég segi enn að þetta sé mynd til að taka á vídeóleigu en ekki borga sig inn til að sjá, fyrir svo gott sem arm og legg.  en það var vel hægt að hlægja að henni þótt þetta væri ótrúlega mikil vitleysa.

Fór svo aftur í bíó í dag (alltaf í bíó bara) með Hafstein Vilbergs og Heiðmar Mána á Barnyard man ekki hvað hún er kölluð á íslensku og hún var bara þónokkuð góð. Strákarnir skemmtu sér mjög vel og á meðan við vorum að vesenast með pallinn í sætið fyrir Hafstein (Heiðmar Máni fékk þannig líka, ég slapp við slíkt) þá missti hann poppið sitt og ég fór að kaupa nýtt en hún stelpan sagði hann fær það frítt greyið. Sem var gott.

Allavega bíóhelgi sem er að líða og bráðum er svo kvöldmatur og svo fer þessu að ljúka bara og ný spennandi vinnuvika tekur við með nýjar áherslur.

Hafrún Ásta yfir og út

Read Full Post »

Hvernig væri tónlistin í bíómynd um þig?

Ef líf þitt væri bíómynd, hvernig væri tónlistin í henni?

Þetta virkar svona:

1.Opnaðu spilarann sem þú notar (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
2. Settu á shuffle
3. Ýttu á spila(play)
4. fyrir hverja spurningu seturðu það lag sem er að spilast
5. Þegar þú ferð í næstu spurningu, ýttirðu á next takkan fyrir næsta lag.
6. Ekki svindla og þykjast vera kúl settu inn hvaða lag kemur…

Opening Credits/opnunarlag: Breadfan – Metallica (viðeigandi þetta er eitt af uppáhaldslögunum mínum með þeim)

Waking/vöknun : Grond – kafli úr leikinni útgáfu af BBC af LOTR

First Day At School/fyrsti skóladagur: Kafli 2a úr hljóðbókinni DaVinci Code eftir Dan Brown

Falling In Love/að verða ástfanginn: Hjálpaðu mér upp (Karoke útgáfan) – Á móti sól

Fight Song/baráttulag: How deep is your love? – Bee Gees (úff já þetta lag er þarna síðan hver veit ekki mikið í hlustun skal ég segja ykkur)

Breaking Up/sambandsslit: What’s this life for? (Acoustic)- Creed

Prom/skólaball: No Wizard or halfling úr kafla 8 úr fyrrnefndri BBC útgáfu LOTR hljóðbókinni

Getting Back Together/byrja aftur saman: Tusday’s gone – Metallica af Garage Inc.

Birth of Child/fæðing barns: No Leaf Clover – Metallice & The SF Symphony (sjá textann hér)

Final Battle/loka barátta: Lick it up – Kiss (Jón Fannar bróðir verður ánægður með það)

Death Scene/Dauðasenan: Unchainded Melody – U2

Funeral song/jarðarfararlagið: Fade to Black (acoustic) – Metalllica (Viðeigandi sjá textann hér spurning um að athuga það)

End Credits/Lokalagið: Life is a rollercoaster (full CD version) – Ronan Keating 

eins og þið sjáið gott fólk er ég alæta á músík (nema techno) og hlusta helling á hljóðbækur. Og einnig virðist skína í gegn hver uppáhalds hljómsveitin mín er. 

Hafrún Ásta sem er ekki viss um að þetta yrði mjög skemmtileg mynd en þið getið þó hlegið að mér í henni hehe 

 rugludallurinn sem myndin yrði þá um

Read Full Post »

Stöðuhækkun, jólahlaðborð og þreyta

jæja gott fólk brjálað að gera.
Í fyrsta lagi er ég að fá stöðuhækkun hjá Kaupás. Ég hafði áður fengið ábyrgðarmeiri verkefni og fína launahækkun fyrr á árinu eða í mars þegar ég hafði unnið í 3 mánuði. Og svo bættist alltaf við verkefni þar til ég var hreinlega að drukna í verkefnum. Svo segja má að þetta sé mín önnu stöðuhækkun. Ég byrjaði að vinna þar 3 janúar á þessu ári. Ég get ekki sagt að ég hafi átt von á þessu þegar ég byrjaði þar. En nú er ég að þjálfa stelpu upp í að taka við tímafrekum verkefnum sem ég hef haft undir höndum allan tímann og þegar það er komið sem ætti að vera fljótlega því þetta er alveg kýrskýr stelpa. Þá get ég einbeitt mér að hinum verkefnum mínum og aðstoðað við það nýja sem kemur inn að hluta. Já já alltaf nýtt ;o)
Þessum titli innkaupastjóri rekstrarvöru og aðstoð við innkaupastjórn sérvöru fylgir svo auðvitað launahækkun svipað stór og síðast, ef ekki stærri.

Já svo var jólahlaðborð með deildinni minni í gær og það var nú aldeilis gaman þar mikið kjaftað og mikið hlegið. Farið var á Sigga Hall á Óðinsvé og var bara fínn matur þó þjónustum hefði mátt vera betri. En maður getur ekki beðið um allt. Þetta var makalaust en ég var stillt drakk ekki og fór heim um miðnætti.

Afhverju í ósköpunum skildi ég hafa gert það. Jú vegna þess að ég þurfti að vakna klukkan 7:45 því Siggi fór að vinna og strákarnir vöknuðuð þá. Svo sýningu í skólanum þar sem krakkarnir sýna okkur vinnu síðustu viku á þema dögum. Þetta verður voða gaman. En ég er þreytt og langar best að leggja mig núna en ég fæ mér bara einn eftir sýninguna ef ég glaðvakna ekki fram á kvöld við að fara út.

Já svo er það blessuð öxlin sem virðist ekki bara getað verið sæmileg. hún fer í kerfi ef stólinn í vinnunni er ekki rétt stilltur eða skjárinn eða borðið eða eitthvað og ég er bakk þetta er óþolandi og á nákvæmlega stað og eftir áreksturinn forðum svo þetta er bein tenging.

Hafrún Ásta sem er samt bara ánægð með lífið.

Ein hugmynd sem ég fékk frá Ernu Huld minni Ef þið skrifið hugmynd í comment skal ég blogga um það … eða reyna fer eftir hvað ykkur dettur í hug ;o)

Read Full Post »