Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Lélegur bloggari

Já ég viðurkenni það alveg að ég er lélegur bloggari þessa dagana. Lára mín ég skal gera mitt besta.

Ég hef svo sem ekki margt að segja. Flest kemur fram á Facebook. hehe

Jú ég er búin að komast undir fyrsta markmið og 650 gr undir svo nú er það bara næsta markmið… Ekki væri verra ef naflinn hætti að vera í fýlu og mittið kæmi aftur. All in good time.

Svo fór ég í gær að skoða hana Fríðu Maríu litlu frænku mína og hún er svo sæt og lítil.

Hafrún Ásta kveður í bili þar til hún hefur meira að segja.

kosningadagur að kvöldi komin

Jæja ég hef skilað inn mínu atkvæði. En þar sem ég get ekki haft meiri áhrif en það á niðurstöðurnar ætla ég að sjá þær á morgun og er farin að sofa. Daman vaknar SNEMMA.

Hafrún Ásta

göngutúr í góða veðrinu

NOT Við Álfheiður Amý löbbuðum í ræktina í morgun og heim aftur. Það er óhætt að segja að ég hafi verið blaut inn að beini þegar við komum aftur heim. Hún hins vegar svaf vært í vagninum…

Skrapp í bíó með Sveinu minni í gær og sáum unglingamyndin 17 again. Myndin er ágætt en það sem okkur þótti fyndast var að við hækkuðum vel meðalaldrinn í salnum sennilega verið tvær af fáum sem höfðu kosningarétt í salnum.

Annars er ekkert að frétta. Hef ekki saumað mikið síðan á mánudaginn né prjónað því hægri hendin og öxlin eru að plaga mig.

Kveðja, Hafrún Ásta

Hvað haldiðið ?

Að ég hafi látið hafa mig út í …

Að sauma þessa HAED mynd. Hún er 400 x 607 spor. Sem sagt 242.800 spor … Ég er búin með svona um 100 – 120 spor. bara rúmlega 242.000 eftir. Fyrstu 6 bls. eru bara skýin efst og ljósið og ég kemst ekki í að byrja á sporðinum fyrr en á bls.8 Þetta náttúrulega bilun og allt Erlu Björk að kenna hehehe. Já og pínu Rósu Tom.

Er að velta fyrir mér hvort ég eigi að gera þessa fyrst.

er svo enn að prjóna kjólinn hennar Álfheiðar Amýjar eins og ég get. Það er eins og öxlin leyfir.

Hafrún Ásta kveður í bili.

alltaf í ræktinni

Jamm mætti í ræktina í morgun og með mér í ræktinni tóku á risa járnsmiður á hendinni á mér … einn að reyna að þyngja hjá manni og svo köngulóarkvikyndi Oj bara. En svo er það bara ræktin aftur á morgun.

já ég er hérna ennþá

Það er hins vegar spurning hvort einhver reyni ennþá að lesa þetta eða bíða eftir nýjum færslum. Ég er að prjóna kjóla á Álfheiði Amý. Er að prófa gatamunstur í fyrsta skipti og það var mun einfaldara en ég átti von á. Setti inn mynd af því sem komið er.

Síðan setti ég inn mynd af Heiðmari Mána með páskaeggið sitt og Álfheiði Amý með fyrsta páskaeggið sitt. Síðan er ein af Álfheiði Amý sem ætlar sko út og er að klæða sig til þess og eina þar sem mamma hennar klæddi hana og fór með hana út.

Ég veit það vantar mynd af Hafsteini Vilbergs með páskaeggið sitt en hann fór norður á Akureyri um páskana til ömmu Guðnýjar með Sigrúnu og Ara Jóni. Nú eru öll börnin búin að fá í magann og HafsteinnVilbergs er enn að klára það en langar mest í skólann. „Mamma en ég missi af smíði mér finnst gaman í smíði“.

Annars er fínt að frétta Álfheiður Amý fékk ekki bréf frá leikskólanum og verður því enn um sinn heima með mömmu sinni. Ég er enn að föndra kort og þau eru enn til sölu ég fer að byrja á stúdentskortunum. Á enn til fermingarkort.

Barnalandssíðan er niðri því ég hef ekki borgað af henni held ég setji bara myndir af krökkunum á einhverja síðu fljótlega svo þið getið skoðað þær þar og linka á það hérna.Notaði barnaland bara fyrir myndir.

Hafrún Ásta kveður í bili og vonandi ekki jafn lengi og síðast.

nenni ekki að íslenska þetta

If you comment on this:

1. I’ll respond with something random about you.
2. I’ll tell you which song and/or movie you remind me of.
3. I’ll pick a flavor of jello to wrestle you in.(weird)
4. I’ll say something that only makes sense to you and me.
(if possible. If not, I’ll say something that only makes sense to me.)
5. I’ll tell you my first memory of you.
6. I’ll tell you what animal you remind me of.
7. I’ll ask you something I’ve always wondered about you.
8. I’ll tell you my favorite thing about you.
9. I’ll tell you my least favorite thing about you.
10. If you play, you MUST post this on yours

það er bara gaman að vera með.

söknuður

Greyin mín ég gerði mér ekki grein fyrir að þið söknuðuð mín svona mikið. Hef bara verið busy við að pína mig í ræktinni og hugsa um stóðið mitt. Ég skal reyna að bæta úr þessu enda heimavinnandi… Ekki eins og yfirmaðurinn verði fúll yfir að ég bloggi í vinnutímanum enda er ég alltaf í vinnunni.

Í gær fór ég í föndru til að kaupa efni í kjóla fyrir okkur mömmu. Svona Emami kjóla

Já og Sigrún og Álfheiður Amý voru með mér. Ég er þarna að skoða efnin og konan segir heyrðu það á að vera til svart ég ætla að athuga þarna hinu meginn. Svo kemur hún aftur og byrjar að þefa út í loftið. Svo segir hún „er þetta brunalykt?“ og heldur áfram að þefa út í loftið og fer og spyr hina konuna sem stóð þarna… Ég hvísla að Sigrúnu „ég var að prumpa“. Svo segir konan þetta er örugglega að utan … Ég ákvað að leyfa henni bara að halda það. Hafrún Ásta eldgleypir…

Annars gerist ekki margt hjá stórfjölskyldunni. Er búin að sauma eina mynd sem ég get ekki deilt með ykkur strax. Er byrjuð á nýrri að sjálfsögðu. Kíkti svo á útsölur eins og sönnum Íslending sæmir og keypti 1 par af skóm og tvennar gallabuxur.

Úpps gleymdi mér aðeins á Pet Society hrikalega ávanbindandi.

Hef ekkert að segja … daman labbar að sjálfsögðu út um allt og klifrar upp á allt eða reynir allavega.

Hafrún Ásta yfir og út …

Árið 2008 gert upp.

  • Tók í byrjun þessa árs ákvörðun um að gefa ekki brjóst heldur pela og var það góð ákvörðun og þá sérstaklega fyrir Álfheiði Amý.
  • Siggi brá sér til Flórída í golf í 10 daga í febrúar og dúlluðumst við hér heima á meðan.
  • Nala flutti í einbýlishús og unir sér vel þar. Hún var frekar afbrýðissöm út í Álfheiði Amý.
  • Hafsteinn lék í tveimur Leynikleikhús sýningum. Hann lék íkorna fyrri hluta árs og hund í desember. Hann sagðist vilja leika manneskju næst. Hann lék kisu í fyrstu sýningunni sinni.
  • Sumarbústaðaferð með stelpum úr saumaklúbbnum var ótrúlega hressandi og skemmtileg og ég fékk óslitinn nætursvefn …
  • Sumarbústaðaferð um páskana í nærri viku var voða góð ferð.
  • Ég varð að taka því og kyngja því að ég fékk fæðingarþunglyndi. Fékk greiningu í maí og þrátt fyrir erfitt tímabil á undan var þetta jákvætt og hjálpaði mér lengra upp en ég var áður.
  • Ég ákvað að sigrast á því og hef tekið einn dag í einu og komist ótrúlega langt áfram en á þó eftir ða komast alla leið og ætla mér það.
  • Eftir þetta tók lífið góða stefnu. Sumarið færði okkur sumarfrí hjá krökkunum og skemmtilegan tíma til að gera margt saman t.d. fara út að leika okkur saman. Sem var æðislegt.
  • Góðir vinir okkar og nágrannar fluttu úr húsinu en við höfum samt ekki tapað þeim við erum í góðu bandi ennþá.
  • Sumarbústaðaferð í viku með mömmu og pabba var mjög hressandi og skemmtileg og full af bláberjum. Já já alltaf í sumarbústaðaferð.
  • Skólinn byrjaði aftur hjá Hafsteini og hann fór glaður í 3.bekk. Eitthvað gekk það þó brösulega með nýjum kennara og var henni sagt upp rétt fyrir jólafrí og við tóku afleysingjakennarar. En nú er þó búið að finna nýjan kennara fyrir næsta ár vonandi gengur það betur.
  • Tók ákvörðun um að ég þyrfti að hreyfa mig og við Álfheiður Amý mætum galvasakar í World Class í Spönginni á hverjum virkum morgni og tökum á því hún í barnagæslunni ég í tækjum og tímum. Enda er það farið að sýna einhvern árangur. Maður verður kannski spengilegur á endanum. En hreyfingin gerir mér gott og það er einfaldara að fara 5 sinnum í viku en 3 sinnum í viku. Hefur að vísu verið lokað milli jóla og nýárs og ég fór einu sinni niður í Laugar en ég kann betur við Spöngina og hugsa að ég geti frekar prófað upp í Mosó.
  • Strákarnir héldu upp á afmælin sín 5 og 8 ára og þeim finnst þeir svo fullorðnir.
  • Eins og fyrri ár hófst jólakorta framleiðslan og eftir mikla gleði við að búa þau til voru þau orðin 72 sem ég sendi og 60 fyrir mömmu. Er að hugsa um að byrja fyrr á þessu ári og jafnvel hafa þá eitthvað til sölu jafnvel.
  • Fór að stimpla og lita og framleiða kort og finnst það ferlega gaman og hef smitað Brynju vinkonu af því heldur betur.
  • Er enn að sauma út og finnst það enn jafn gaman.
  • Álfheiður Amý fór að labba á fullu og er pínu ein sog hún sé á þriðja glasi hehe.
  • Litla Skellibjalla (einnig þekkt sem Álfheiður Amý) hélt upp á eins árs afmælið sitt og mér finnst ótrúlegt að hún sé orðin eins árs.
  • Bjó til 7 jólagjafir á þessu ári og held að ég reyni að gera það aftur að ári eða jafnvel yfir árið.
  • Nutum aðfangadags með tengdamömmu og Sigrúnu systir Sigga. Krökkunum fannst það æði.
  • Fór ein með strákana í árlegt jólaboð á jóladag því Álfheiður Amý var með hita á jóladag og anna í jólum og misstum við af tveimur jólaboðum þann dag.
  • Fór og tók sameiginlega ákvörðun með yfirmanni mínum að þeir segðu mér upp og ég fengi endurráðningu í haust ef eitthvað væri laust.
  • Ætla samt að sækja um nám í júní og þá í textílkennarann. Vonanid kemst ég inn ef ekki fer ég að vinna í ár og sæki svo um aftur. Hef lært að ég þarf að gera það fyrir mig og það hittir inn á mitt áhugasvið svo afhverju ekki. Enda get ég það vel.
  • Minnið mig á þessi orð í maí og á að sækja um ef ég skildi hafa gleymt því. ;o);)
  • Við Álfheiður Amý höfum átt marga skemmtilega hittinga með mömmu og krílahópunum okkar tveimur og þökkum þeim samveruna. Hafa þeir veirð fleiri án barna undanfarið enda flestar farnar að vinna.
  • Nú er komin gamlársdagur og ég mun eyða því með fjölskyldunni því hingað koma; mamma, pabbi, Ari Már, Halldór, Vanessa, Bára Ying, Sigríður Ósk og nú kannski koma einhverjir í heimsókn í kvöld.

Gleðilegt nýtt ár dásamlega fólk.

Megi nýja árið vera troðfullt af skemmtilegum ævintýrum og áhyggjulausum stundum.

Update

Dagurinn er liðinn og komið kvöld. Var þetta ekki nógu spennandi. Höfum svo sem ekki gert mikið í dag en ég fór þó og ákvað með yfirmanni mínum að mér verður sagt upp þar til í haust. Svo sjáum við hvort það verður laus handa mér staða þá ef ekki þá fer ég annað. Svo einfalt er það. En ég geri þá ráð fyrir að sækja um í Khí í haust og fara í nám. Ef ekki … þá fer ég að vinna þar til þá mun eflaust hellingur gerast og breytast.

Hafrún sem bloggar smátt þessa dagana.

Set svo inn myndir frá aðfangadegi og púðana tvo sem ég gat ekki sett inn strax því þeir voru jólagjafir.