Fimmtudagur, apríl 16, 2009 eftir Hafrún Ásta
Það er hins vegar spurning hvort einhver reyni ennþá að lesa þetta eða bíða eftir nýjum færslum. Ég er að prjóna kjóla á Álfheiði Amý. Er að prófa gatamunstur í fyrsta skipti og það var mun einfaldara en ég átti von á. Setti inn mynd af því sem komið er.
Síðan setti ég inn mynd af Heiðmari Mána með páskaeggið sitt og Álfheiði Amý með fyrsta páskaeggið sitt. Síðan er ein af Álfheiði Amý sem ætlar sko út og er að klæða sig til þess og eina þar sem mamma hennar klæddi hana og fór með hana út.
Ég veit það vantar mynd af Hafsteini Vilbergs með páskaeggið sitt en hann fór norður á Akureyri um páskana til ömmu Guðnýjar með Sigrúnu og Ara Jóni. Nú eru öll börnin búin að fá í magann og HafsteinnVilbergs er enn að klára það en langar mest í skólann. „Mamma en ég missi af smíði mér finnst gaman í smíði“.
Annars er fínt að frétta Álfheiður Amý fékk ekki bréf frá leikskólanum og verður því enn um sinn heima með mömmu sinni. Ég er enn að föndra kort og þau eru enn til sölu ég fer að byrja á stúdentskortunum. Á enn til fermingarkort.
Barnalandssíðan er niðri því ég hef ekki borgað af henni held ég setji bara myndir af krökkunum á einhverja síðu fljótlega svo þið getið skoðað þær þar og linka á það hérna.Notaði barnaland bara fyrir myndir.
Hafrún Ásta kveður í bili og vonandi ekki jafn lengi og síðast.